Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1930, Page 24

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1930, Page 24
74 og 300 kg. kalksaltpétur pr. ha. Spildan var þríslegin og gaf ca. 90 hesta af heyi pr. ha. í tilrauninni gaf hliðstæður jarðvegur, með tilbúnum áburði, 116 hesta af heyi pr. ha. á öðru ári frá grasfræsáningu; þessi spilda hefur á sama tíma geíið af sér ca. 125 hesta af heyi pr. ha. Nokkur dæmi þessu lík, frá praktískri ræktun síðustu ára, mætti nefna. Þessi reynsla segir að vísu ekkert um, hve harðgert og endingargott sáðgresið er. Á það hefur verið drepið áður, að hér í gróðrarstöðinni og nágrenni hennar séu sáðsléttur milii 20 og 30 ára gamlar, sem ennþá spretta vel og bera mikið til hreint sáðgresi. Gamlar sáðslétt- ur hér í stöðinni, sem vegna áburðarskorts voru komn- ar í órækt svo sáðgresið var horfið, hafa með auknum áburði rétt svo fyllilega við, að þær nú gefa af sér 75 —80 hesta af heyi pr. ha. á ári, af svo að segja hreinu sáðgresi. Norður á Melrakkasléttu hafa sáðsléttur ver- ið gerðar til fleiri ára með ágætum árangri og nú síð- astliðin ár hafa sáðsléttur líka verið gerðar upp í Mý- vatnssveit (1000 fet yfir sjávarmál) og hepnast vel. Þó ekki verði sagt enn þá með vissu, hvernig sáðgres- isræktinni muni reiða þar af til langframa, þá hafa þó þessar sléttur sloppið slysalítið yfir fyrstu árin — örðugasta og viðkvæmasta tímabil nýyrkjunnar. Með tilliti til framanritaðs, þykist ég óhikað mega slá því föstu, að sáðgresisræktunin eigi að vera gras- ræktaraðferð nútímans og framtíðarinnar víðasthvar á kindi hér. IV. Nokkur atriði viðvíkjandi gerð sáöslétta og aðbúð. Eg mun ekki hér reyna að segja ýtarlega fyrir verk- um, né lýsa vinnubrögðum, við sáðgresisræktun. Vinnubrögðin geta verið margskonar og harla ólík, þó

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.