Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1930, Side 46

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1930, Side 46
96 efnin þannig sameinuð, heldur en hvert í sínu lagi, auk þess sem það er bæði flutnings- og vinnusparnað- ur. Frjóefnin í nitrophoska eru þó ekki í réttum hlut- föllum fyrir grasrækt vora (köfnunarefnið of lítið í hlutfalli við hin efnin); er því rétt að nota hreinan köfnunarefnisáburð með því, t. d. kalksaltpétur (15.5% köfnunarefni) eða kalkammonsaltpétur (20.5% köfnunarefni). Sé þvag notað til yfirbreiðslu lætur nærri, að 3500 kg. af vel geymdu þvagi, samsvari 100 kg. af kalksaltpétri; en þvagið inniheldur, auk köfnun- arefnis, allmikið af kali og gefur því með superfosfati svipaðar verkanir og nitrophoska. Hve mikið af auðleystri jurtanæringu sáðgresið þarfnast, fer eftir frjósemi jarðvegsins, undirbúningi hans og meðferð og þeim búfjáráburði, er vér höfum borið í flögin. Hafi höfrum verið sáð í löndin, megum vér ganga út frá, að auðleystustu frjóefni búfjáráburð- arins séu þrotin og þýðing hans fyrir sáðgresið verði þá aðallega bætandi áhrif hans á vaxtarskilyrði og smáverulíf jarðvegsins, en leysi aðeins að litlu leyti úr augnabliks næringarþörf frægresisins. Sómasamlegt áburðarmagn til yfirbreiðslu á nýjar sáðsléttur má telja 300 kg. cif nitrophoska og 200 kg. af kalksaltpétri pr. ha. á ári, sé jarðvegurinn eigi því ó- frjórri. Hafi höfrum eigi verið sáð í landið, en búfjár- áburður engu síður borinn í flagið, má komast af með 300 kg. af nitrophoska á ha. fyrsta árið. Með þessum áburði hafa sáðsléttur hér í gróðrarstöðinni á Akur- eyri gefið 35—40 hesta uppskeru af heyi pr. ha. á 1. ári og 80—90 hesta af ha. á öðru ári frá grasfræsán- ingu. Þó þetta áburðarmagn kunni að þykja mikið, þá er það alls eigi ægilegt, samanborið við uppskeruna.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.