Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1930, Síða 56

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1930, Síða 56
106 lúta, og vér megum aldrei kenna frægresisræktinni um þau mistök, sem hljótast af vamrækslu í þessum efnum. 5. Þýöingarmestu atriðin, viðvíkja/ndi viðhaldi sáð- sléttanna og umhirðu eru, að valta þær á hentugum tíma fyrstu árin og slá þær snemma, svo grasrótm þéttist sem fljótast og best. 6. Með góðu skipulagi samrýmast sáðsléttumar á- gætlega umferðarjarðvinslu, með vélum og vinnuflokk- um. 7. Verðmætasti eiginleiki sáðsléttanna er, ef til vill, þroskamöguleiki þeirra, sem vafalaust gerir oss mögu- legt að fullkomna þær ennþá til mikilla muna og ómet- anlegs hagnaðar fyrir ræktun landsins. Eg geri ráð fyrir því, að margir þeirra, sem lesa þessar hugleiðingar mínar, muni komast að þeirri mjög skynsamlegu niðurstöðu, að flest af því, sem eg hef sagt hér, sé ekki nýtt. Eg fer heldur ekki fram á viðurkenningu fyrir að hafa fundið ný sannindi, þó eg hér að framan hafi gert tilraun til að draga saman árangurinn af 30 ára reynslu vorri, viðvíkjandi rækt- un sáðgresis og bæta þar við nokkurum skýringum frá eigin brjósti. Það sem þó er nýtt í þessari ritgerð er, að saman- burður sá, sem hér er gerðvæ á ræktunaraðferðum, er bygður á raunverulegum niðurstöðum, en ekki á ó- samstæðum athugunum og ágiskunum, eins og oft hef- ur átt sér stað. Spurningunni: Hvaða ræktunaraðferð er best? hefur aldrei verið svarað, siðan vér fórum að rækta jörðina með mismunandi aðferðum. Hér er þess- ari spumingu í fyrsta sinni svarað með niðurstöðum af samanburðn, sem á rót sína i virkileikanum, og svar- ið verður ákveðið og ótvírætt — SÁÐSLÉTTAN.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.