Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1939, Blaðsíða 23
25
Ýmislegt fleira mætti til tína af þessu tagi, en hér er
nú nokkuð komið að þenkja yfir, verður því hér staðar
numið.
Þess má þó geta, að 1939 voru gerðar margar tilraunir
með belgjurtagrænfóður. Gaf það yfirleitt góða raun.
II. UPPSKERAN.
Sumarið 1939 var prýðisgott og var uppskera öll því yf-
irleitt góð, þó háðu þurkarnir nokkuð sprettu, kom það
einkum fram á korninu, sem varð ekki mikið að vöxtum
en auðvitað ágætlega þroskað.
Uppskeran varð þannig talin í 100 kg. 1939 og 1940:
Ar Taða Kartöflur Rófur Korn Hálmur Grænfóður
1939 653 190 150 30 50 36.0
1940 625 110 20 14 70 30.0
Síðastliðið sumar var alt annað heldur en 1939, þó kom
það ekki mikið niður á grassprettu, en meira á ýmsu
öðru, svo sem garðávöxtum og þó sérstaklega korninu,
sem þroskaðist víða illa eða als ekki. Þó fékst nokkuð
dável þroskuðu korni og má eftir atvikum telja það
sæmilegt. Það sýnir, að jafnvel í slæmum sumrum, getur
kornið hér um slóðir náð sæmilegum þroska, ef vel er að
því búið. Það, sem ekki náði þroska, gaf dágott fóður.
3. FRÆÐSLUSTARFSEMIN.
Árið 1939 stunduðu þessir nemendur garðyrkju í stöð-
inni:
Anna Hallsdóttir, Steinkirkju, S.-Þing, yfir vorið.
Birna Guðmundsdóttir, Nýjabæ, N.-Þing., yfir vorið
Guðríður Ólafsdóttir, Reykjavík, alt sumarið.
Margrét Björnsdóttir, Vindfelli, Vopnafirði, alt sumarið.
Þórhallur Steinþórsson, St.-Laugum, S.-Þing, alt sumarið.