Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1939, Blaðsíða 34
36
Stærð reitanna var upprunalega 13.5 X 5 = 67.5 m2, en
þar sem varðbelti milli reitanna var 1 m. á breidd, þá
verður stærð sláttureitsins aðeins 12.5 X 4 = 50 m. Þess-
ari tilhögun er haldið fyrstu 6 árin, sem uppskera er veg-
in af tilrauninni, en þá er gerð sú breyting, að þessum
reitum er skift í tvo jafnstóra reiti þvert yfir, er sömu
aðferð og áður haldið á öðrum reitnum, en á hinum
breytt til um áburð, ýmist frá búfjáráburði til tilbúins
áburðar eða þá öfugt. 4 síðustu árin er því stærð áburð-
arreitsins 6.25 X 5 = 31.25 m. og stærð sláttureitsins
5 X 4 = 20 m2. Auk þess sem tilraunin fyrst og fremst er
samanburður á ræktunaraðferðunum: Þaksléttu, græði-
sléttu og sáðsléttu, þá koma fyrir eftirfarandi tilbrigði í
tilrauninni:
Fyrstu 6 árin.
Síðustu 4 árin.
Nýrækt tilbúinn áburðurj
Nýrækt búfjáráburður
Fornrækt búfjáráburður j
Fornr. tilbúinn áburður !
Tilbúinn áburður
Búfjáráburður
Búfjáráburður
Tilbúinn áburður
Tilbúinn áburður
Búfjáráburður
Búfj áráburður
Tilbúinn áburður
Sjá ennfremur 1. mynd með skýringum.
Jarðvinnslunni var hagað þannig: Vorið 1927, 7.—10.
júní, er rist ofan af þaksléttuspildunum, síðan er öll til-
raunin plægð og herfuð, á tímabilinu 10.—16. júní, því
næst er búfjáráburður borinn á helming tilraunarinnar
og herfaður niður 20. júní. 21.—22. júní eru þaksléttu-
spildurnar þaktar, samtímis er sáð grasfræi í aðra hvora
sáðsléttuspildu en höfrum í hina og gengið frá allri til-
rauninni. Sáð var 40 kg. af grasfræi en 300 kg. af höfrum,
hvortveggja miðað við ha,