Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1939, Blaðsíða 29
31
Garðyrkjuskýrsla 1940.
Á vori hverju lifna blóm í lund, einnig þó kalt blási,
þá kemur þó með hverju vori nýgróður, sem gefur nýar
vonir. 1. maí var mikill snjór hér í Gróðrarstöðinni og
snjóinn leysti seint, því tíðarfarið var kalt. Það gekk því
alt seint, þó úr sumu rættist betur en útlit var fyrir í
byrjuninni.
Trjárækt. Þegar trjágróðurinn kom undan snjónum, var
ekki hægt annað að segja en hann stæði vel, eftir því
sem hér er um að gera. Stærri gróðurinn var með minsta
móti skemdur.
Á plöntum í græðibeðum sást varla toppkal, svona vel
hafði blessað góða sumarið þroskað nýju sprotana. Aftur
hafði veturinn farið illa með margt í sáðbeðunum, eins
og svo oft vill verða.
Þó trén laufguðust seint, blómstruðu þau þó með al-
mesta móti, þegar kom fram í júní og júlí, meira að segja
Syrenan bar stór og yndisleg blóm.
Fræ var tekið af ýmsum trjám í haust, sem virtist vera
þroskað.
Berjarunnar blómstruðu mikið, en berin þroskuðust
seint, þó þroskaðist töluvert af ribsi og dálítið af sólberj-
um. Það var ekki gott að týna berin í kuldanum í haust.
Trjáplöntur voru með mesta móti látnar burt í vor.
Ögn af trjáfræi var sáð, og græðlingar settir af runnum.
Blóm. Það var lítið um blómskrúðið í vor, það gekk
seint með blómin ekki síður en annað.
Vorblómin stóðu mörg í fullum blóma 19. júní, þegar
mikli stormurinn kom sem lék þau mjög hart.
Þó voru það nokkrar tegundir, sem náðu því að
blómstra með albesta móti og stóðu bæði vel og lengi,
eins og t. d. Anemonur, þær voru skínandi fallegar, þær
hafa aldrei staðið betur.