Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1939, Blaðsíða 71
78
„Vegna ástands yfirstandandi tíma ákveður fundurinn
a? fresta að taka ákvsrðun um tillögu milliþinganefndar
Búnaðarþingsins um þinghald á hverju ári, þar til á næsta
sambandsfundi11-
Tillagan borin upp og felld með 8 :1 atkv.
Næst voru bornar upp breytingartillögur Laganefndar
við tillögur milliþinganefndar B. í.
Við 3. gr., liður 1. verði: „Að hafa forgöngu í félagsskap
bænda til eflingar landbúnaðinum11-
Við 5. gr. A-liður orðist svo: „Að félagið nái a. m. k. yf-
ir einn hrepp eða bæjarfélag. Heimilt er þó að í hreppi
séu 2 búnaðarfélög ef samgöngum er þannig háttað, að
það verði að teljast hagkvæmara og Búnaðarfélag íslands
samþykkir Af sömu ástæðum getur Búnaðarfélag íslands
neimilað mönnum að vera í félagi annars hrepps“.
Samþykkt með samhljóða atkvæðum.
Breytingartillaga frá Halldóri Guðlaugssyni við IX. lið
nefndarálits milliþinganefndarinnar:
„Greinin falli niður og 10. grein í lögum B. í. haldist
óbreytt og verði 11. gr.“.
Samþykkt að viðhöfðu nafnakalli með 7 atkv. gegn 4.
Já sögðu: Jón Gslason, Nývarð Jónsson, Sverrir Guð-
mundsson, Oddur Ágústsson, Sigurður Jakobsson, Hall-
dór Ólafsson, Halldór Guðlaugsson. Néi sögðu: Ármann
Dalmannsson, Pálmi Þórðarson, Stefán Sigurjónsson,
Kristján E. Kristjánsson. 4 fulltrúar aðrir greiddu ekki
atkvæði.
10- Jakob Karlsson endurkosinn í stjórn til næstu 2ja
ára með 13 atkvæðum.
Kosnir endurskoðendur til eins árs. Kosnir voru: Davíð
•Jónsson með 13 atkvæðum og Stefán Stefánsson, Sval-
barði, með 9 atkvæðum. Halldór Guðlaugsson fékk 5 atkv.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.