Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1939, Blaðsíða 72
79
IV. AÐALFUNDARGERÐ
Búnaðarsambands Eyjafjarðar 1941 (útdráttur)
Aðalfundur Búnaðársamb. Eyjafj. var haldinn á Akur-
eyri 28. og 29. marz 1941.
Fundinn sátu, auk stjórnar og starfsmanna, þessir full-
trúar frá búnaðarfélögum:
B.f- Siglufjarðar: Árni Ásbjörnsson, Siglufirði.
B.f. Svarfdæla: Jón Gíslason, Hofi.
B.f. Hríseyjar: Oddur Ágústsson, Yztabæ
B.f. Árskógshrepps: Kristján E. Kristjánsson, Hellu.
B f. Arnarnesshrepps:- Halldór Ólafsson, Búlandi.
B.f. Öxndæla: Gestur Sæmundsson, Efstalandi-
B.f. Akureyrar: Ármann Dalmannsson, Akureyri.
B.f- Hrafnagilshrepps: Halldór Guðlaugsson, Hvammi.
B.f. Saurbæjarhrepps: Magnús H. Árnason, Litla-Dal.
B.f- Öngulstaðahrepps. Björn Jóhannsson, Laugalandi.
B.f. Svalbarðsstr.hr.: Sigurjón Valdimarss-, Leifshúsum.
Bf. Grýtubakkahr.: Sverrir Guðmundsson, Lómatjörn.
Fundarstjóri var kosinn formaður Ólafur Jónsson, en
ritarar: Oddur Ágústsson og Halldór Ólafsson.
1. Gjaldkeri, Jakob Karlsson, lagði fram reikninga
samb. fyrir 1940 og voru þeir samþ. með öllum greiddum
atkvæðum.
2. Formaður lagði fram fjárhagsáætlun fyrir 1941 og
gat þess að stjórnin hefði ákveðið að slíta samvinnu við
Samband Nautgriparæktarfél- Eyjafj. og hefði samband-
ið þá aðeins einn starfsmann eftirleiðis.
í fjárhagsnefnd voru kosnir: Halldór Guðlaugsson, Kr.
E. Kristjánsson, Ármann Dalmannsson, Jón Gíslason, Sig-
urjón Valdimarsson.
3 Lögð fram ýms mál og kosin allsherjarnefnd. Kosnir
voru: Sverrir Guðmundsson, Magnús H. Árnason, Halldói
Ólafsson, Björn Jóhannsson, Oddur Ágústsson