Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1939, Blaðsíða 33
35
Hvorum hluta tilraunarinnar er skift í tvo jafna hluta,
með línum, sem dregnar eru samhliða takmörkunum
milli fornræktar og nýræktar. Hefur búfjáráburður altaf
verið borinn á tvær innri spildurnar enn tilbúinn áburður
á þær ytri. Röð spildanna verður þá þannig: 1) Nýrækt
+oy*
l. mynd. Tilhögun tilraunarinnar. A. Þakslétta. B. Græðislétta.
C. Sáðslétta. B. Búfjáráburður. T. Tilbúinn áburður.
með tilbúnum áburði. 2) Ný rækt með búfjáráburði. 3)
Fornrækt með búfjáráburði. 4) Fornrækt með tilbúnum
áburði.
Þvert á þessar spildur er svo tilrauninni skift niður í
16, 5 m. breiðar spildur eða renninga, sem liggja þá að
hálfu í fornræktinni og að hálfu í nýræktinni hver renn-
ingur, er einn renningurinn ræktaður sem þakslétta, ann-
arr sem græðislétta og sá 3. og 4. sem sáðslétta, og er
þessi röð endurtekin þrisvar sinnum. (Sjá 1. mynd).
í raun og veru er hér um 4 hliðstæðar samanburðartil-
raunir á þaksléttu, græðisléttu og sáðsléttu að ræða og er
hver tilraun endurtekin þrisvar sinnum, verða því í
hverri tilraun 12 reitir, eða 48 reitir í öllum 4 tilraun-
unum.
3*