Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1939, Blaðsíða 63
Skýrsla
um starfsemi Búnaðarsambands Eyjafjarðar 1939 og 1940.
I. SKÝRSLA STJÓRNARINNAR.
Starfsemi sambandsins hefur verið með líkum hætti
þessi tvö síðastliðnu ár eins og áður. Aðalstarfið hafa
starfsmennirnir leyst af höndum, sem hefur verið, að
mjög miklu leyti, á vegum nautgriparæktarinnar. Um síð-
astliðin áramót var samstarfinu við N. E. sagt upp og
mun sambandið eftirleiðis hafa aðeins einn starfsmann,
Eyvind Jónsson, sem vinnur fyrst og fremst á vegum bún-
aðarsambandsins að leiðbeiningum, mælingum og ýmsum
athugunum, en aðstoðar S. N. E. við skýrslugerðina að
vetrinum eftir því sem hentugleikar leyfa og um semst
Auk ráðunautsstarfseminnar hafa störf sambandsins
þessi tvö ár verið fólgin í styrkveitingum ýmsum, svo
sem til kartöflugeymslna, fiskiræktar, sauðfjárræktar,
heimilisiðnaðar, skógræktar o. fl.
í des. síðastliðnum voru haldin bændanámskeið á sam-
bandssvæðinu. Mættu á þeim 4 ráðunautar Búnaðarfélags
íslands og auk þeirra ráðunautar og formaður búnaðar-
sambandsins. Sambandið bar kostnað allan af námskeið-
unum innan héraðs.
Freistandi væri að skýra nokkuru nánar frá starfsemi
Sambandsins og minnast á framtíðarverkefni, þetta verð-
ur þó ekki gert, því vegna prentunarkostnaðarins er
nauðsynlegt að draga skýrslu þessa saman svo sem auð-
ið er.