Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1939, Blaðsíða 32
34
mér vitanlega er þetta ekki aðeins fyrsta, heldur enn.
þann dag í dag, eina tilraunin, sem gerð hefur verið í
þessu skyni.
Æskilegt hefði verið, að tilraun þessi hefði verið end-
urtekin við ólíka staðhætti á landi hér. Ennfremur mundi
það hafa gefið henni meira gilda, ef efnagreiningar hefðu
verið gerðar af uppskerunni við og við, en eins og alt
hefur verið í pottinn búið fram að þessu, var þess eng-
inn kostur.
Þó nú þetta, og ef til vill fleiri misfellur, dragi nokkuð
úr gildi þess árangurs, sem tilraunin hefur gefið, þá hygg
eg þó, að hún gefi miklar upplýsingar um eiginleika og
mismun þessara ræktunaraðferða, svo og áburðarnotkun
í sambandi við þær, svo mikið megi að niðurstöðunúm
læra.
Vegna þess, hve tilraunin er í mörgum liðum og fyrir-
ferðamikil, eru niðurstöðurnar dregnar nokkuð saman,
gefur það gleggra yfirlit en gerir á hinn bóginn gagnrýni
örðugri.
1. TILHÖGUN TILRAUNARINNAR.
Tilraunin er gerð í tvennskonar landi: Túni, sem grætt
hafði verið upp úr valllendismóa fyrir hérumbil 15 árum.
Tún þetta spratt sæmilega, hafði ekki verið sléttað og
ráðandi gróður var snarrótarpuntur, ásamt slæðingi af
túnvingri og vallarsveifgrasi. Hinn helmingur tilraunar-
innar var í óræktuðu mólendi, sæmilega grónu, en þó
snöggu. Frumgróðurinn sá sami og í túninu. Jarðvegur-
inn er að uppruna sá sami í báðum hlutunum, sem liggja
hlið við hlið, leirblandinn moldarjarðvegur og grunt á ís-
aldarleir. Þó er líklegt, að jarðvegurinn hafi, frá náttúr-
unnar hendi, verið nokkru frjórri og eðlisbetri í túninu
heldur en í óræktinni, en varla hefur það munað miklu.
Til aðgreiningar verður sá hluti tilraunarinnar, sem
var í túnjarðveginum, nefndur Fomrœkt en hinn Nýrækt.