Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1939, Blaðsíða 67
74
III. AÐALFUNDARGERÐ
Búnaðarsambands Eyjafjarðar 1940 (útdráttur).
Arið 1940, þann 16. febr„ var aðalfundur Búnaðarsam-
bands Eyjafjarðar settur á Akureyri. Formaður sam-
bandsins, Ólafur Jónsson, setti fundinn.
1. Fundarstjóri var kosinn Ólafur Jónsson. Skrifarar
Björn Jóhannsson og Jónas Pétursson.
2. Kosin kjörbréfanefnd: Jón Gíslason, Hofi, Halldói
Guðlaugsson, Hvammi og Oddur Ágústsson, Yztabæ.
Kjörbréfanefndin lagði fram svohljóðandi tillögu:
„Kjörbréfanefndin leggur til, að kjörbréf allra fulltrúa
á aðalfund Búnaðarsambands Eyjafjarðar, 16. og 17. fe-
brúar 1940, verði tekin gild, að undanteknu kjörbréfi full-
trúa Búnaðarfélagsins „Efling“ á Svalbarðsströnd“.
Tillagan samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Mættir voru, auk stjórnar og starfsmanna, eftirtaldir
fulltrúar frá:
B.f. Siglufjarðar: Sigurður Jakobsson, Dalabæ.
B.f. Ólafsfjarðar: Nývarð Jónsson, Garði.
B.f. Svarfdæla: Jón Gíslason, Hofi.
B.f. Hríseyjar: Oddur Ágústsson, Yztabæ.
B.f. Árskógsstr.: Kr. E. Kristjánsson, Hellu.
B.f. Arnarnesshrepps: Halldór Ólafsson, Búlandi.
B.f. Skriðuhrepps: Stefán Árnason, Dunhaga,
B.f. Öxndæla: Gestur Sæmundsson, Efstalandi.
B.f. Glæsibæjarhrepps: St. Sigurjónsson, Blómsturv.
B.f. Akureyrar: Ármann Dalmannsson, Akureyri.
B.f. Hrafnagilshrepps: Halldór Guðlaugsson, Hvammi.
B.f. Saurbæjarhrepps: Pálmi J. Þórðarson, Núpufelli.
B.f. Öngulsstaðahrepps: Björn Jóhannsson, Laugalandi.
B.f. Svalbarðsstrandarhr.: Sigurj. Valdimarss., Leifsh.
B.f. Grýtubakkahr.: Sverrir Guðmundss., Lómatjörn.
3. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar sambandsins
fyrir árið 1939. Aðal eignaaukningin fólgin í gjöf Hannes-