Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Qupperneq 13
13
vill setjast þar að með tilraunir, en gefa upp Varmá. Enn
er því máli eigi ráðið til lykta.
Það, sem mestu máli skiptir, er sá raunalegi sannleiki,
að enn er eigi hærra reitt til höggs, en að hugsað er til
selstöðu-tilrauna og beitarhúsagöngu. Aðalstöðvar Búnaðar-
deildar eru enn í hugum forráðamanna rígbundnar við
Hringbrautina í Reykjavík og háskólahverfið.
VII.
Hinn sögulegi þáttur hér að framan er orðinn lengri en
ég vildi, en vonandi er hann ekki fánýtur, til þess að skilja
núverandi ástand og horfur í tilraunamálum landbúnaðar-
ins, og er þó margt óupplýst.
Ef leggja á saman, verður dæmið eitthvað á þessa leið,
og sýnir ástandið.
Jarðrœkt:
a. Fjögur tilraunabú á vegum ríkisins, en við tilrauna for-
sjá Tilraunaráðs jarðræktar.
b. Tilraunasvæði á Varmá, á vegum Búnaðardeildar at-
vinnudeildar háskólans, sem lýtur stjórn Rannsókna-
ráðs ríkisins.
c. Tilraunir í jarðrækt á búum bændaskólanna og á vegum
þeirra, en við tilrauna-forsjá Tilraunaráðs jarðræktar.
d. Verkfæranefnd ríkisins, með sínar verkfæratilraunir.
e. Áveitutilraunir í Sölvholti í Flóa. Eftir meira en aldar-
fjórðungs umhugsun hefur nú verið keypt land til þess-
ara tilrauna og fengið í hendur Tilraunaráði jarðrækt-
ar, sem sennilega annast þær sérstaklega.
f. Vélanefnd. Vélakaup nefndarinnar, fyrir hönd Vélasjóðs,
geta verið tilraunaatriði og verða það að öðrum þræði.
g. Garðyrkjuskóli ríkisins, með sínar garðyrkjutilraunir.
h. Sandgræðsla Islands, með sínar tilraunir.
i. Skógrækt ríkisins, með sínar tilraunir.