Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Side 28

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Side 28
28 að segja megi, að halinn verði uppi á Hesti, þar sem er til- raunabú deildarinnar í sauðfjárrækt. Og verði horfið að þessu landi, á starfsemin, sem nú er innan bæjar i Reykjavík, öll að fcerast að Korpúlfsstöðum, engu að síður þótt Framhaldsdeildin verði flutt suður og samtengd Búnaðardeildinni á einhvern hátt. Húsakost og búskap á Tilraunabúinu á Korpúlfsstöðum verður að miða við það. (Tilraunabú nefni ég það alltaf, ekki má það minna vera, án tiliits til þess, hvort um einhlítan jarðræktarbú- skap og tilraunir er að ræða, eða hitt, að búið er einnig við búfé.) Tveir aðilar hafa rætt við mig, út frá nokkuð öðrum forsendum, um tilraunabú á Korpúlfsstöðum, annar er bóndi í Mosfellssveit, hinn er prófessor við búnaðarháskóla í Bandaríkjunum. Ég tel rétt að skýra frá hugmyndum þeirra, þótt einhvern kunni að sundla að heyra þær. Hug- myndir þeirra styðja í raun og veru tillögur mínar um búfræðamiðstöð á Hvanneyri (en ekki í Reykjavik), þó að staðarvalið sé annað, Þessir menn kváðu báðir uppúr um það, að ríkið kaupi Korpúlfsstaði. Búnaðardeildin verði flutt þangað. Þar verði aðaltilraunabú landsins í jarðrækt, nautpriparœkt, verkfæra- tilraunir o. fl. o. fl. Framhaldsdeildin á Hvanneyri verði einnig flutt að Korpúlfsstöðum. Þar rísi upp raunverulegur búnaðarskóli og búfrœðimiðstöð. Þar búi þessar stofnanir, samrunnar eða samtengdar, stórbúi, með sameiginlegar þarfir rannsókna, tilrauna, fræðslu og náms fyrir augum. Hugmyndin er ekkert skorin við neglur sér, og vel sé þeim, er mæltu, fyrir það. Hún vegur þá ef til vill eitthvað á móti „hugmyndum" þeirra búvísindamanna, sem ekki geta hugsað sér stærri húsdýr en hund og kött á væntanlegu tilraunalandi Búnaðardeildar og rígbinda sig við „stöð“ með Varmársniði, en taka sér ekki orðið tilraunabú í munn. Ég ræði ekki frekar þessa hugmynd um búfræðimiðstöð

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.