Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Síða 33

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Síða 33
33 myndinni um búnaðarstofnun á þessum stað fremur en ann- ars staðar við Reykjavík. Annað: Arnarnesland verður dýrt. Já, það verður dýrt og má verða dýrt, þó að jörðin væri seld á 1200 krónur, ef ég man rétt, þegar sala fór síðast fram og landsjóður var seljandinn. Það skiptir engu máli þó að lóðir og land handa Búnaðar- deildinni kosti svo sem milljón króna. Hvað kostar lóð undir nýtt Búnaðardeildarhús á Hringbrautarsvæðinu? Lóð — en ekki land, — undir byggingu Fiskideildar kostnaði kr. 1.050.000.00. Sá hluti Arnarness, sem tekin verður til hús- lóða þegar á næstunni, er svo mikill, að segja má, að rækt- unarlandið, sem fjær er, fáist fyrir lítið. Hitt atriðið er, að Búnaðardeildin, staðsett í Arnarnes- landi austan þjóðvegar, verði brátt í miðju þéttbýli, og því sé tillaga mín í mótsögn við spádóma mína og tillögur um stóraukna byggð á þessum slóðum. Þannig getur þetta litið út við skjóta athugun, en annað kemur í ljós, ef betur er að gáð. Búnaðarstofnun, staðsett í austurhluta Amameslands, með miklum húsakosti vestast í landi sínu, rífur alls ekki sambyggð stórborgarinnar, svo mikill er vesturhluti Arnarneslands. Tilraunalandið óbyggða verður aðeins grænt vik inn í borgarbyggðina, sem framhald af Vífilsstaðalandi, öllum til góðs, svo sem ég hef áður nefnt. Öll rök hniga að því að velja þennan umrœdda stað handa Búnaðardeildinn, ef — ég segi aftur og enn ef — það reynd- isl ókleift að fá gerða svo góða og skynsamlega hluti að flytja deildina að Hvanneyri. Engin sjáanleg rök mæla gegn þessu vali staðarins, ef Búnaðardeildin á endilega að vera í eða við Reykjavík. Hér þarf aðeins að taka ákvörðun um stóra hluti og forða frá því versta, kotungshugsuninni um 15 ha á Korp- úlfsstöðum án bygginga, og byggingarnar og mannskap- inn á mölinni. Samvinna ríkis og borgar getur bjargað þessu S

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.