Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Side 17
17
maður er látinn sinna báðum embættunum, embætti yfir-
dýralæknis og einu þýðingarmesta starfi við Tilraunastöð-
ina á Keldum).
Beinast liggur við að hugsa sér yfirstjórn búnaðarrann-
sókna þannig skipað, að það sé tilraunaráð færustu og
reyndustu sérfræðinga, miðað bæði við visindalega pekk-
ingu og hagnýta reynslu, en ekki ráð eða nefnd skipuð full-
trúum félaga og stofnana eins og nú er títt um slíkar nefnd-
ir, svo að oft leiðir af því meira og minna togstreytuleg
sjónarmið og jafnvel stjórnmálaleg átök. Formaður tilrauna-
ráðs sé jafnframt framkvcemdastjóri þess, einskonar aðal-
tilraunastjóri, er sér um sameiginleg mál tilraunastarfsem-
innar allrar, meðal annars útgáfu allra tilraunaskýrslna,
og upplýsingastarfsemi um, hvað verið er að gera og hvað
tilraunir hafa leitt í ljós. Þannig miðlar skrifstofa hans til-
raunafróðleiknum til ráðunauta, kennslustofnana og bænda,
eftir því sem efni standa til á hverjum tíma.
Um nauðsyn þess að ákveða verksvið og afstöðu tilrauna-
búanna í Laugardælum og í Lundi, þarf eigi neina um-
ræðu, bæði teljast eign hlutaðeigandi búnaðarsamtaka, en
vart er hugsanlegt annað, en að ríkið verði að leggja til-
raunabúskapnum á búum þessum fjárhagslega og um leið
er eðlilegt, að yfirstjóm tilraunamála hafi hönd í bagga
um þær tilraunir, sem gerðar eru á búum þessum.
X.
Er þá komið að því, sem mest er aðkallandi, að ræða
og koma á réttan kjöl, það er framtíðarskipan Búnaðar-
deildar, tilraunastarfsemi á vegum deildarinnar og aðstaða
til þess, að sérfræðingar þeir, sem þar vinna, geti fram-
kvæmt nýtar tilraunir.
Hér verður að líta til hliðar og víðara yfir.
Flest bendir til þess, að dagar Atvinnudeildar háskólans
2