Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Side 12
12
hugað til Bessastaða, en eigi meira. Talað var um að kaupa
miljónaeign í Mosfellsdal. Borið var niður í Kópavogi. Þar
var engin framtíðarvon, en gat dugað sem lausn um stund-
arsakir, en þá var Kópavogur tekinn undir fávitahæli, sem
var þó miklu meiri fjarstæða og verður aldrei sannnefnt
annað en fávitaskapur. Bent var á góða aðstöðu á Reykjum
í Ölfusi, og sambúð við Garðyrkjuskóla ríkisins. Hefði Bún-
aðardeild getað haft þar glæsilega sumarstarfaaðstöðu fyrir
gróðurræktarsérfræðinga sína. En slíkt þótti útlegðardóm-
ur, sökum fjarlægðar frá Austurvelli.
Þá fékk Búnaðardeildin jörðina Úlfarsá (Kálfakot) í Mos-
fellssveit og leit út fyrir að þar yrði staðar numið, en svo
varð ekki. Hefur aldrei orðið ljóst hvers vegna var gefist
upp á þeim stað. Var þá fengið land á Varmá í Mosfells-
sveit, og þar bar Jurtakynbótadeildin niður 1950 og hefur
setið síðan. Sú seta er þó eigi önnur, en að þar eru nokkrir
tilraunareitir og skúr einn lítill, staðsett í gamla túninu á
Varmá, en jörðin, sem eitt sinn var hin snotrasta, er nú í
eyði og án allra húsa. Má með fullri vissu segja, að enginn
staður af þeim, sem til tals hafa komið, er jafn óhentugur
til jurtatilrauna eins og staður þessi á Varmá. Ber þar til
bæði landslag og jarðvegur. Enginn mannabústaður er
þarna né vistarvera fyrir starfsmenn, hér er aðeins um að
ræða vinnu á stöðli, selstaða getur það ekki heitið. Nú
eru hlutaðeigandi aðilar líka að verða uppgefnir á þessu,
og skal engan undra. Auk hins algerða vonleysis um hag-
sýna tilraunastarfsemi á staðnum hlýtur það að taka á taug-
arnar að fara upp að Varmá með áhugamenn innlenda
sem útlenda og sýna þeim þessar höfuðtilraunastöðvar
Jurtakynbótadeildar vísindastofnunar, sem kennir sig við
Háskóla íslands.
Hið nýjasta í málinu er nú, að Búnaðardeildin mun
hafa farið fram á það að fá skák af landi Korpúlfsstaða og