Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Blaðsíða 52

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Blaðsíða 52
52 er, eigi þær að vera hraustar, saltið er þeim eins nauðsyn- legt og hreint, svalt loft. Ef völ er á háum hól á heppilegum stað, er hægt að koma þar upp ágætis byggingu með litlum tilkostnaði, með því að hafa 2/3 byggingarinnar inni í hólnum. — Slíkar byggingar hafa reynst vel fyrir verk- færageymslu, og margt annað, sem geyma þarf, einnig til að hýsa í þeim geldgripi. Skúr til viðgerða á verkfærum og geymslu smáverkfæra er hverjum bónda nauðsynlegur. Vélakaup eru nú á tímum einn stærsti útgjaldaliður bónd- ans. „Það er vandi að velja sér, víf í standi þrifa,“ segir í vísunni, en það er ekki síður vandi að velja verkfæri til að vinna með á búi bóndans. Þeir, sem ekki hafa efni á að eiga nema eina dráttarvél, verða að nota hesta til léttari vinnu. Þriggja til fjögurra botna (strokka?) traktorar hafa reynzt bezt, en þar sem landslagið er of hættulegt dráttarvélum á gúmmíhjólum, þá hafa menn notað sömu stærð af beltisvél- um á breiðum beltum. Heylyftan er vafalaust bezta verk- færið í eigu bóndans, og sparar honum mest erfiði. Hún er fljótvirk,og það er ótrúlega margt,sem má vinna með henni. Henni fylgir fjöldi verkfæra, en þessi eru nauðsynlegust: Forkur með tindum úr við eða járni fyrir þurrt hey, annar forkur miklu minni með stáltindum, hann er notaður við vothey, hreinsun fjósa og annarra gripahúsa, og til að lyfta og bera til ýmsa hluti, breið snjóskófla, sem jafnframt má nota til moldartilfærslu, hver maður, sem hagur er á járn, getur smíðað hana. Þá er einnig múgavél nauðsynleg, enda sé hún einnig snúningsvél. Ulmögulegt er að vera án vöru- bíls (trukks) með lyftu undir pallinum, ekki sízt þar, sem mikil er flutningsþörf. En á eitt vil ég alvarlega minna menn í sambandi við þá lyftu, og það er þegar reisa þarf pallinn til viðgerðar eða annars, að gleyma þá ekki að setja sterka stoð undir hann áður en verk er hafið. Hirðuleysi um slíkt hefur mörgum manni að bana orðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.