Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Side 42

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Side 42
42 Reyndar tegundir grasa. Búnaðardeildin hefur gert all- mikið að því að reyna grastegundir og stofna. Hefur þetta mest verið gert á þann hátt að sá tegundum og stofnum í 1.5—2.5 m langar samraðir. Þetta hefur verið skilgreint sem „byrjunarathuganir“ með það fyrir augum, að „niður- stöður þessara tilrauna“ — verði — „síðan notaðar til þess að gera frekari tilraunir með á tilraunastöðvum landsfjórðung- anna“. Árið 1952 kom út fjölrituð skýrsla um slíkar athuganir á 191 grasfræstofni. Hér er einfaldlega um undirbúnings- tilraunir að ræða og verið að undirbúa verkefni í hendur tilraunabúanna. Tilraunir með kartöflur. Um þær tilraunir er sama að segja eins og tilraunirnar með tegundir og stofna grasa. Þeim hefur verið hagað svipað. Það er athugaður og reynd- ur á mjög einfaldan hátt fjöldi tegunda með það fyrir augum að vinza úr það, sem ekki virðist von um að komi að neinu gagni. Eftir verða nokkrar tegundir, sem ástæða þykir að reyna í fullkomnari tilraunum á tilraunabúunum. Ekkert er nýtt við þetta, né fullkomnara, síður en svo, en það sem áður var gert á tilraunabúunum á Akureyri og Sámsstöðum, á Akureyri allt frá 1903. Hið eina sem er nýlunda er verkaskiptingin milli Búnaðardeildar og til- raunabúanna. Á það við bæði um tilraunir með grös og kar- töflur, að Búnaðardeildin vinnur hina einfaldari, vanda- minni hluti tilraunastarfsins, en tilraunabúin taka svo við. fjöldamörg ár ræktað fræ af gulrófnastofni þeim, er kenndur er við Kálfafell og mun einn af beztu stofnum íslenzku gulrófunnar. Eigi fæ ég séð, að söfnun og samanburður þessara stofna hafi eigi verið Bún- aðardeild fullkomlega samboðið. Jafnvel einnig ræktun fræs af beztu stofnunum, þótt það mundi víðast hvar annars staðar viðfangsefni bænda og garðyrkjumanna. — Þetta sýnir aðeins, að hér þarf oft að vinna á nokkuð afbrigðilegan hátt að málefnum landbúnaðarins, en hér hefði hentað vel, að garðyrkjuskólinn hefði tekið þetta verkefni að sér. — Ó. J.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.