Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Side 54

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Side 54
54 arefni og 200 pund á ekru, ef áburðinum er dreift ofan á moldina eftir sáningu. Sáningarvél og söxunarvél gætu verið sameign nokkurra bænda ásamt ýmsum stærri landbúnaðar- vélum, sem eru einu búi ofviða.1) Votheysturna veit ég lítið um. En ég hef séð þá hverfa hér, þar sem þeir hafa verið byggðir, í stað þess að fjölga. En ef mönnum er ókleift að koma sér upp votheysturni, en þurfa engu að síður að gera vothey, þá ættu þeir að gera tilraun með að setja heyið í kringlóttan haug á jörðina, svo að hægt sé að þjappa honum frá öllum hliðum. Beðjan verður að vera sett þannig, að vatn geti ekki runnið undir hana, og svo nærri peningshúsum, þar sem gefa á heyið, og unnt er. Vel þarf að troða þessa hauga, bæði meðan verið er að hlaða þá, og eins nokkra daga á eftir, og er það gert með traktor. Ef ekki er nægur vökvi í heyi því, sem í beðjurnar er sett, þarf að dæla yfir þær vatni meðan á verki stendur,svo aðþær þjappist nægilega vel. Skelin, sem myndast ofan á þeim eftir að frá þeim er gengið, má ekki raskast, fyrr en farið er að gefa heyið. Geldneyti, sem úti ganga, éta þessa skel, og hef ég aldrei vitað til þess, að gripum yrði rneint af því, þó að þeir ætu eins mikið af henni og þeir framast vildu. Hér er eingöngu notað saxað hey í vothey, en spurningin er, hvort ekki mætti alveg eins nota í það ósaxað hey, sem liggur und- ir skemmdum vegna votviðra, og gera þannig úr því gott fóður. Þar sem ekki er völ á maísgrasi, alfa alfa, eða smára í vothey, eru hafrar beztir, en næst þeim ganga þessar gras- tegundir: faxgras (Bromus), vallarfoxgras, hveiti- og rúggras. Allar þessar grastegundir eru nægilega hávaxnar til söxunar. Þeir, sem bezt hafa vit á votheysgerð, halda því fram, að í 1) Hér eru áburðardreifarar oft notaðir með góðum árangri sem sáðvélar. Hér er ekkert, er bendir til þess að hagkvæmara sé að sá áburði með fræinu. Þetta gæti þó ef til vill verið hagkvæmt þegar fos- fóráburður er borinn á, ef sáð er með vél, er fellir bæði fræ og áburð niður í moldina. — Ó. J.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.