Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Side 16

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Side 16
16 5. Inn í þetta blandast annað stórmál, sem nú er utan við tilraunamálin, en þó náskyld þeim og liggur því beint við að athuga og ráða til lykta samtímis. Það er fram- haldsmenntun í búnaði, sem um skeið hefur farið fram á Hvanneyri, en nú er rætt um að flytja þaðan. Hér eftir mun ég víkja að þessum málum, eftir því sem ég sé mér fært, með því að fara fljótt yfir. — Ýtarleg um- ræða er bókarefni en ekki tímaritsgreinar. IX. Þörfin á einni yfirstjóm tilraunamála er svo auðsæ, að vart þarf um að ræða. Yfirstjórn Rannsóknaráðs ríkisins virðist óþörf og óeðlileg. Vafasamt er, hvort Rannsóknaráð á sér nokkurn tilverurétt í því formi, sem nú er, en það er utan við þessa umræðu. Hér verður að vera ein stjórn, eitt Tilraunaráð, allt annað er fálm og vandræði. Eitt Tilraunaráð, sem skipuleggur tilraunir, hverjar sem eru og hefur yfirstjórn þeirra með höndum. Sama hvort þær eru á sviði búfjárræktar, jarðræktar, þar með talin sand- græðsla og skógrækt, jarðvegsrannsókna, eða reynslu búvéla, byggingartilrauna o. s. frv. Gera verður ráð fyrir, að rannsókn fjársjúkdóma dragi ennþá undan, því miður, þær fáist ekki dregnar inn í skyn- samlegt kerfi búnaðarrannsókna og tilrauna. Þó má öll- um hugsandi mönnum vera ljóst, hver fjarstæða það er, að slíkar tilraunir skuli ekki vera á neinum tengslum við hina fræðilegu forsjá búnaðarmála í landinu. Eigi tekur betra við þegar það er aðgætt, að engin tengsl eru milli stofnunarinnar og dýralæknanna, jafnvel yfirdýralæknir hefur engin skipulagsleg afskipti af stofnun þeirri, sem annast rannsóknir búfjársjúkdóma (það er aukaatriði í þessu sambandi, að nú er í bili svo skipað málum, að sami

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.