Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Side 14

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Side 14
14 Búfjárrœkt: a. Tvö tilraunabú, annað á vegum Sambands nautgripa- ræktarfélaganna í Eyjafirði, en hitt á vegum Búnaðar- sambands Suðurlands, en bæði við tilrauna-forsjá Til- raunaráðs búfjárræktar. b. Tilraunir í búfjárrækt á búum bændaskólanna og á veg- um þeirra, en við tilraunaforsjá Tilraunar. búfjárræktar. c. Tilraunabú í sauðfjárrækt á Hesti, á vegum Búnaðar- deildar atvinnudeildar háskólans, sem lýtur stjórn Rann- sóknaráðs ríkisins. d. Tilraunastöð háskólans í meinafræði, á Keldum, á veg- um læknadeildar Háskóla íslands, er þannig skilgreind sem mentamál, og öllum búnaðaraðilum óviðkomandi. e. Rannsóknir á vegum Sauðfjársjúkdómanefndar, varð- andi mæðiveiki og garnaveiki. Framkvæmdar af starfs- mönnum nefndarinnar aðallega á Keldum, i einskonar húsmennsku þar. Svo undarlega er því hagað, að vís- indamenn þeir, sem mest vinna að þessum rannsóknum, eru ekki taldir með starfsliði tilraunastöðvarinnar á Keldum á eðlilegan hátt. Byggingarannsóknir: Komnar eru fram kröfur og tillögur um allvíðtækar til- raunir á því sviði, að því er snertir búnaðarbyggingar. Er gert ráð fyrir 5 manna nefnd, framkvæmdastjóra o. s. frv., og að þessar rannsóknir séu ekki í neinum beinum tengslum við aðra tilraunastarfsemi. Engin heildarstjórn hefur yfirsýn yfir þessi margháttuðu tilraunamál. Þar otar löngum hver sínum tota, án tillits til þess hve samtvinnuð þessi mál oft eru, í landi, þar sem svo að segja öll jarðrækt, hverju nafni sem nefnist, hefur búfjárrækt að takmarki og því engin skýr mörk þar á milli, fremur en t. d. á milli mjaltavéla og nautgriparæktar, og verkfæra til nýræktar og nýræktartilrauna.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.