Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Qupperneq 12

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Qupperneq 12
12 hugað til Bessastaða, en eigi meira. Talað var um að kaupa miljónaeign í Mosfellsdal. Borið var niður í Kópavogi. Þar var engin framtíðarvon, en gat dugað sem lausn um stund- arsakir, en þá var Kópavogur tekinn undir fávitahæli, sem var þó miklu meiri fjarstæða og verður aldrei sannnefnt annað en fávitaskapur. Bent var á góða aðstöðu á Reykjum í Ölfusi, og sambúð við Garðyrkjuskóla ríkisins. Hefði Bún- aðardeild getað haft þar glæsilega sumarstarfaaðstöðu fyrir gróðurræktarsérfræðinga sína. En slíkt þótti útlegðardóm- ur, sökum fjarlægðar frá Austurvelli. Þá fékk Búnaðardeildin jörðina Úlfarsá (Kálfakot) í Mos- fellssveit og leit út fyrir að þar yrði staðar numið, en svo varð ekki. Hefur aldrei orðið ljóst hvers vegna var gefist upp á þeim stað. Var þá fengið land á Varmá í Mosfells- sveit, og þar bar Jurtakynbótadeildin niður 1950 og hefur setið síðan. Sú seta er þó eigi önnur, en að þar eru nokkrir tilraunareitir og skúr einn lítill, staðsett í gamla túninu á Varmá, en jörðin, sem eitt sinn var hin snotrasta, er nú í eyði og án allra húsa. Má með fullri vissu segja, að enginn staður af þeim, sem til tals hafa komið, er jafn óhentugur til jurtatilrauna eins og staður þessi á Varmá. Ber þar til bæði landslag og jarðvegur. Enginn mannabústaður er þarna né vistarvera fyrir starfsmenn, hér er aðeins um að ræða vinnu á stöðli, selstaða getur það ekki heitið. Nú eru hlutaðeigandi aðilar líka að verða uppgefnir á þessu, og skal engan undra. Auk hins algerða vonleysis um hag- sýna tilraunastarfsemi á staðnum hlýtur það að taka á taug- arnar að fara upp að Varmá með áhugamenn innlenda sem útlenda og sýna þeim þessar höfuðtilraunastöðvar Jurtakynbótadeildar vísindastofnunar, sem kennir sig við Háskóla íslands. Hið nýjasta í málinu er nú, að Búnaðardeildin mun hafa farið fram á það að fá skák af landi Korpúlfsstaða og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.