Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Blaðsíða 13

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Blaðsíða 13
13 gefið, og komist þeir að þeirri niðurstöðu að svo sé eigi, þá að athuga hvað veldur. Vafalaust mun við slíka athugun koma í ljós, að uppskeran er mjög misjöfn af hinum ein- stöku hlutum túnanna. Þessu getur valdið ólíkur jarðvegur, en þó líklega oftast einhverjir ágallar á ræktuninni, svo sem ófullnægjandi framræsla, og má einkum í því sambandi nefna einangraða uppgöngustaði vatns, sem ekki eru óal- gengir, sérstaklega í brattlendi, og bleyta oft stór svæði um- hverfis sig, rýra uppskeru og spilla henni. Stundum eru þessir blettir áberandi votir aðeins stuttan tíma á vorin, en það nægir þó til að valda verulegum uppskerubresti um- hverfis þá. Þá eru það kalskemmdirnar, sem oftast verða fyrir uppistöðu vatns eða árennsli meðan snjóa leysir. Svo má nefna óhentugt jarðvegsástand, sem veldur því að gróð- urmoldarlagið verður hart, samfallið og loftlaust og loks má svo telja lélegt graslag, þótt það sé nú oftast afleiðing hinna fyrrtöldu ágalla. Ur þessum misfellum ræktunarinnar verður að bæta ef aðrar ráðstafanir, sem hægt er að gera til uppskeruaukning- ar, eiga að koma að gagni. Vatnsuppgöngurnar þarf að þurrka með lokræsum eða opnum skurðum. Lægðir, þar sem vatnsuppistöður verða, þarf að fylla eða ræsa fram með grunnum rennum. Skera þarf fyrir aðrennslisvatn, svo það nái ekki að dreifast yfir stór svæði. Gallað jarðvegsástand getur batnað með framhaldandi ræktun, en oft tekur það mjög langan tíma. Þar sem tún spretta ekki af þessum ástæðum, jarðvegurinn er ófrjór eða verður loftlaus og óþjáll, er endurvinnsla oft hagkvæmasta lausnin. Ágætt er að plægja slíkt land á haustin vel og skipulega, ekki mjög djúpt, og fara jafnvel yfir flagið með herfi, en fullvinna það og sá í það eins snemma að vorinu og unnt er. Sömu að- ferð þarf að sjálfsögðu að viðhafa þegar breyta á graslagi. Þegar numdar hafa verið brott framangreindar ástæður, er valda grasleysi, er fyrst hægt að fylgja umbótunum eftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.