Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Side 46

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Side 46
46 afrétt einnar sveitar þ. e. Gnúpverjahrepps í Árnessýslu. Sl. sumar, 1957, var samskonar rannsóknum haldið áfram á Biskupstungnaafrétti, og vonir standa til að unnt verði að halda áfram sveit úr sveit, eftir því sem loftmyndir verða fyrir hendi og fjárveitingar til að standa straum af rann- sóknunum. Enda þótt nokkur tími sé liðinn síðan rit þetta kom út hefur verið furðu hljótt um það í íslenzkum blöðum. Senni- lega hefði þess verið að engu getið, ef forystumaður rann- sóknanna hefði ekki átt fund með blaðamönnum og gefið þeim skýrslu um málið. Svo hlálegir erum vér Islendingar í okkur, að ef einhver náungi hefði gefið út ljóðakver eða smásagnahefti, hefðu blaðamenn og aðrir fyllt marga dálka um þann viðburð. Slíkt er að vísu ekki að lasta, en þó má ekki láta brautryðjandastarf í hagnýtum rannsóknum á náttúru landsins hverfa í skuggann fyrir ljóðagerð og skáld- skaparföndri. Eg hef skrifað þessar línur, eins og ég gat fyrr, til að minna lesendur Ársrits Rf. Nl. á hið merkilega starf, sem verið er að vinna hér undir forystu Björns Jóhannessonar. En það gefur oss einnig tilefni til að hugsa um, hvað við getum gert fleira í þessu sambandi. Um leið og landið er mælt og kannað getum vér tekið að undirbúa og kanna möguleika á ýmsum umbótum á því. Kemur þar t. d. til greina dreifing áburðar, sáning til beitiplantna og timabund- in friðun landsins. Sumt af þessu er þegar byrjað í smáum stíl, en vonandi verðnr því fram haldið, því að allt eru þetta viðfangsefni, sem vér verðum að kanna og leita úrlausnar á. Að vísu kostar allt slíkt fé, en þess megum vér vera fullviss- ir, að enginn hlutur launar sig verr en sá að vanrækja land vort. Og ekkert er oss vænlegra til þrifa í landinu, en að spyrja náttúru lands vors með tilraunum og hagnýta oss svör hennar. Akureyri, 12. apríl 1958. Steindór Steindórssnn frá Hlöðum.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.