Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Side 42
Gróðurkort og gróðurlýsing
Fyrir nokkrum vikurn kom allnýstárleg bók fyrir almenn-
ingssjónir hér á landi. Nefnist hún: Gróðurkort og lýsing
Gnúpverjaafréttar, en höfundar eru Björn Jóhannesson og
Ingvi Þorsteinsson. Útgefandi Búnaðardeild Atvinnudeild-
ar háskólans.
Rit þetta er fullkomin nýjung í íslenzkri bókagerð, og
það sem meira er um vert, þá er hér um að ræða nýjung í
rannsóknum á náttúru landsins, til beinna hagnýtra afnota.
I fyrsta sinni hefir gróðurfar alivíðáttumikils iandssvæðis
verið markað á uppdrátt með sæmilegri nákvæmni, og jafn
fram reiknað út, hversu vítt hvert gróðurlendi er. Jafn-
framt er lítilsháttar drepið á gildi hvers gróðurlendis um
sig.
Rannsóknir þær, sem hér birtast niðurstöður af, voru
gerðar sumarið 1955. Var ég þá á ferð með þeim félögum
og fylgdist vel með af hverju kappi og vandvirkni var unn-
ið að undirbúningi kortagerðarinnar. Og nú þegar ég sé
uppdrættina fyrir framan mig, get ég ekki annað en dáðst
að árangrinum. Gnúpverjaafréttur, eða öllu heldur gróður-
far hans, liggur þar fyrir framan mann á þremur uppdráttar-
blöðum, svo skýrt, að næstum því er eins og komið væri á
einhvern sjónarhól þar uppi á hálendinu og skyggnst um
þaðan. Þó þykir mér einn galli á uppdráttunum, og það er
að nöfn eru þar of fá. Að vísu er ekki unnt að hlaða miklu
af nöfnum á uppdrátt sem þennan, en fleiri kennileiti mátti
nefna þar, og geta helztu svæðanna. Nöfn eins og Sandafell,
Gljúfurleit, Loðnaver og Kjálkaver, svo að einhver dæmi