Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Qupperneq 15
15
Þótt tilbúinn áburður sé handhægari í notkun en búfjár-
áburðurinn má enginn halda, að notkun hans sé vandalaus,
eða sama sé hvernig eða hvenær hann er borinn á. Tilbúni
áburðurinn er geysilegt hjálparmeðal til þess að auka af-
rakstur ræktaðs lands, en getur vafalaust, sé hann notaður
rangt eða í óhófi, auðveldlega orðið svo dýr, að ágóðinn
verði lítill eða enginn.
Fyrst kemur að sjálfsögðu til greina hvaða áburðarteg-
undir þarf að bera á. Athugull bóndi gerir sér grein fyrir
þessu eftir jarðvegi, graslagi eða hann gerir smávegis athug-
anir með mismunandi áburðarblöndu á túninu. Meginregl-
an verður þó þessi. Köfnunarefni gerir nær alls staðar gagn
og fosfóráburður oftar en kalíáburður, en þó er ávallt betra
að bera nokkurn steinefnaáburð á að óþörfu heldur en að
láta liann skorta. Um áburðarmagnið verða engar reglur
gefnar, en vegna þess, að notkun tilbúins áburðar hefur
aukizt mjög og köfnunarefnisáburðar sér í lagi, er hættan
á skökkum hlutföllum milli áburðarefna og skorti ýmissa
smáefna vaxandi. Enn fremur þarf að hafa góða gát á því
hvenær vaxtaraukinn, sem áburðaraukinn gefur, er orðinn
svo lítill, að aukning áburðarins borgar sig ekki, en áhrif á
þetta hefur náttúrleg frjósemi landsins, gróðurfar, veðrátt-
an o. fl. Margt fleira getur komið til álita í sambandi við
hagkvæma notkun tilbúins áburðar, eins og áburðartími og
hvort bera skuli á einu sinni eða tvisvar, og er engin leið
hér að ræða það allt til hlýtar. Þó skal aðeins drepa á tvö
atriði:
Þegar land er brotið og unnið til grasræktar, hvort heldur
er um nýbrot eða endurbrot að ræða, er rétt að bera á nokk-
urn forða af fósfóráburði svo framarlega sem vænta má að
hans sé þörf og gera það þannig, að hann blandist sem bezt
saman við gróðurmoldarlagið, eigi aðeins efst heldur í þá
dýpt, sem unnið er og jurtaræturnar sækja næringu. Þegar
þessi áburður er aðeins borinn ofan á, um leið og grasfræi