Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Side 17
17
slá í 1. sinn nokkru fyrr en gert var, jafnvel þótt það hefði
geiið eitthvað færri fóðureiningar, til þess að fá enn þá
kraftmeira fóður einkum til mjólkurframleiðslu, því þar
skiptir miklu máli, að skepnurnar geti torgað sem flestum
fóðureiningum í heyfóðri.
Allmikil vandkvæði eru á því að geta slegið nógu snemma
vegna þess hve víðlend túnin eru orðin og þá eigi síður
vegna hins, að á ýmsu getur oltið um það hve fljótt og vel
gengur að hirða uppskeruna. Hér er komið að einu mesta
vandamáli landbúnaðarins — heyverkuninni.
Enginn bóndi er lengur vel á vegi staddur í þessum efn-
um hafi hann ekki bæði súgþurrkun og góða aðstöðu til
votheysgerðar, en góða aðstöðu kalla ég það, ef hann hefur
hentugar, vel staðsettar og rúmgóðar votheyshlöður, er taka
allt að helmingi töðufengsins og hefur aðstöðu til að fylla
þær á skömmum tíma með söxuðu grasi. Ég held að flestit
bændur séu allt of tregir til að hefja votheysgerðina í slátt-
arbyrjun og er þó margt sem mælir með því. Sennilega er
fyrri slátturinn að öllum jafnaði betri til votheysverkunar
heldur en háin. Hann er mun vandþurrkaðri og því bæði
hættara við hrakningi og erfiður í súgþurrkun án verulegr-
ar forþurrkunar, og loks er það stór vinningur að geta losað
hann frá jafnótt og slegið er og engin auðveldari leið til
þess að geta komið fyrri slætti af í tæka tíð.
í þessu sambandi er rétt að minnast á beit á ræktuðu
landi fyrir mjólkurkýr. Síðan sá háttur varð á, að meiri
hluti kúnna ber á sumrin og þó einkum á vorin, er óhjá-
kvæmilegt að geta beitt þeim á ræktað land að einhverju
leyti. Þessi tilhögun getur verið mjög hagkvæm, sparað fóð-
urbætir og fyrirhöfn að nokkru við fóðuröflun og fóður-
verkun. Miklu máli skiptir að beitin sé vel skipulögð og
hirt. Bezt er að hafa allt að 8—10 spildur enga stærri en
svo, að hún bítist á 3—4 dögum og hefja beitina á 1. spild-
unni óðar og dálítill þeli er kominn, en slá spildurnar, sem
2