Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Side 60

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Side 60
60 vilja fyrst og fremst lýðræðið feigt og að sjálfsögðu hafa þann einn tilgang með samstarfi að skara eld að sinni köku og grafa undan lýðræði, og stórþjóðir halda dauðahaldi í réttindi, sem þær hafa sölsað undir sig með valdi og yfir- gangi, þótt öll tákn tímanna sýni ótvírætt, að þetta aflar þeim einungis haturs og óvirðingar og felur í sér andlega og efnalega upplausn þeirra sjálfra, siðferðilega og áhrifa- lega hrörnun. Annars er óþarft að fara inn á hinn pólitíska vettvang veraldarsögunnar til þess að finna dæmi um gleymskuna á staðreyndir reynslunnar. Við rekum okkur hvarvetna á þessi fyrirbæri. Ekki er þetta óalgengt í sambandi við rann- sóknir og fræðileg störf í landbúnaði. Nýir menn fylgja oft meira skoðunum, en fenginni reynslu og sömu rannsókn- irnar eru framkvæmdar aftur og aftur, þótt eldri niður- stöður liggi fyrir. Stundum kann þetta að vera nauðsynlegt vegna breyttra aðstæðna eða til þess að styrkja hina eldri reynslu, en oft er þetta sóun á tíma og fé. Endrum og eins verðum við gripnir af umbótaáhuga, stofnum félagasamtök og aðhöfumst mikið og náum talsverðum árangri, t. d. í búfjárrækt, en svo gleymum við þeirri staðreynd, að unn- inn árangur verður aðeins varðveittur með framhaldandi starfi. Við tökum að slá slöku við, hlýða á raddir félagsskýt- anna, er telja allt þetta brauk þýðingarlausan kostnað og áreynslu, af því þeir geta, sér að kostnaðarlausu, notið starfa annarra, og áður en varir er hinn góði árangur runninn út í sandinn. Að sjálfsögðu eru takmörk fyrir því hve langt er hægt að ná á skömmum tíma í umbótastörfum, og því kann að miða hægt eftir að góðum árangri er náð, en því má ekki gleyma, að góður árangur í búfjárræktinni verður svo að- eins varðveittur að sífellt sé vakað yfir honum. Alþekkt er hið almenna andvaraleysi, bæði hér og er- lendis, gagnvart hættum af skriðuföllum og snjóflóðum. Stórslys af þessum orsökum valda að vísu ótta og nokkurri

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.