Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Side 27
27
ætluðu mönnum að vita það, að öllu gamni fylgir nokkur
alvara.
Daglega voru flutt fræðandi og skemmtandi erindi, með
fyrirspurnum og umræðum á eftir, en sérstakir umræðu-
eða málfundir á kvöldin. Farið var eftir fastri dagskrá, en
á milli þátta var farið út og stundaðar íþróttir af miklu
kappi, svo sem glímur, stökk, hlaup og þó einkum fótbolti,
sem margir eldri mannanna tóku þátt í af lífi og sál.
Mjög mikill söngur var iðkaður þarna og höfðu Eyfirð-
ingar æft sérstakan karlakór, sem varð þungamiðjan í söngn-
um, en margir okkar austanmanna voru starfandi í kórum
og kunnum mörg lögin, sem þeir höfðu æft, og urðum því
stundum fullgildir í þeirra kór og svo að sjálfsögðu í öllum
almennum söng og við messugerð, er fram fór. Þar man ég
að Steingrímur læknir söng við hliðina á mér og undraðist
ég hans feikna hljóð, sem yfirgnæfðu allra annarra.
Sem sagt, þessir námskeiðsdagar urðu ógleymanlegar gleði-
og ánægjustundir og hvað sem segja má um hina fræðilegu
hlið, hafa þeir eflaust haft margs konar gildi svo sem til
kynningar milli manna og héraða, ásamt til vakningar og
umhugsunar um ýmislegt, sem annars hefði farizt fyrir.
Að sjálfsögðu var engu sleppt viljandi, sem orðið gat til
gamans eða tilhreytni, og brá ýmsu fyrir af því tagi utan
dagskrár.
Hér er eitt smáatvik: Ég var á þessum árum hláturmildur
og gat átt til að hlægja oftar en ströngustu kurteisisreglur
mundu telja viðeigandi. Allir námskeiðsmenn sátu við
langborð, hver á móti öðrum, eins og títt er í stærri veizl-
um. Ég og einn gáskafullur kunningi minn, áttum sæti
gegnt Helga Laxdal í l'ungu meðal annarra. Helgi var með
alskegg, myndarmaður, gáfaður og mælskur öðrum fremur
og óspar á að ræða við sessunauta og andbýlinga. Það varð
venja að sitja nokkuð lengi undir borðum að kvöldinu þó
máltíð væri lokið og ræða saman um daginn og veginn. Var