Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Side 14
14
með öðrum ráðstöfunum til uppskeruauka, og þar er áburð-
urinn að sjálfsögðu mikilvirkastur. Fyrst er þá að athuga
hvernig við getum bezt hagnýtt búfjáráburðinn, en því
verður ekki neitað, að hagnýting hans er allmikið vanda-
mál. Mín skoðun er sú, að fyrst og fremst eigi að aðskilja
áburðinn, og hagnýting hlandsins sé ekkert vandamál, en
það er mykjan, sem erfiðleikum veldur, vegna mikils efnis-
magns í hlutfalli við áburðargildið og þó einkum ef þar
bætist við léleg nýting. Bezt nýting fæst af mykjunni ef
tekst að koma henni niður í jörðina, en til þess dugar ekkert
annað en plæging. Hér að framan var vikið nokkuð að því
að oft væri þörf á endurvinnslu ræktaðs lands af ýmsum
ástæðum, og ég held að hún gæti verið æskileg í mörgum
fleiri tilfellum meðal annars vegna þess, að liér sækir gras-
rótin mjög á það að verða alltof þétt, en af því leiðir, að
vaxtarrými hverrar einstakrar jurtar verður alltof lítið, svo
hún nær ekki þeim vexti og afköstum, sem henni eru eðli-
leg, en mergðin bætir þetta ekki upp. Þegar ræktað land,
þar sem tilflutnings er ekki þörf, er brotið til ræktunar, er
auðvelt að koma búfjáráburðinum fyrir á hagkvæman hátt.
Honum er þá ekið á landið, sem á að brjóta, og dreift
jafnótt og plægt er. Plógstrengirnir hvolfast þá við með
áburðinum, svo hann verður undir þeim og kemur ekki
upp aftur þótt herfað sé. Að sjálfsögðu á að bera rækilega
á af mykjunni, þegar slíkt tækifæri gefst og einkum ef um
ófrjótt land, eins og leirholtajarðveg eða samanfallinn og
loftlausan jarðveg er að ræða, því búfjáráburðurinn stuðlar
mjög að góðri jarðvegsgerð. Að sjálfsögðu er hagkvæmt að
nota fastan búfjáráburð í garða, hafraflög eða fóðurkáls-
akra, en alltaf ætti reglan að vera sú að plægja áburðinn
niður, en þeir, sem óttast arfann og skortir þá kunnáttu,
liugkvæmni og hirðu, sem þarf til þess að halda honum i
skefjum, ættu að keppa eftir að plægja áburðinn niður í
graslendi, svo sem sagt hefur verið hér að framan.