Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Blaðsíða 60

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Blaðsíða 60
60 vilja fyrst og fremst lýðræðið feigt og að sjálfsögðu hafa þann einn tilgang með samstarfi að skara eld að sinni köku og grafa undan lýðræði, og stórþjóðir halda dauðahaldi í réttindi, sem þær hafa sölsað undir sig með valdi og yfir- gangi, þótt öll tákn tímanna sýni ótvírætt, að þetta aflar þeim einungis haturs og óvirðingar og felur í sér andlega og efnalega upplausn þeirra sjálfra, siðferðilega og áhrifa- lega hrörnun. Annars er óþarft að fara inn á hinn pólitíska vettvang veraldarsögunnar til þess að finna dæmi um gleymskuna á staðreyndir reynslunnar. Við rekum okkur hvarvetna á þessi fyrirbæri. Ekki er þetta óalgengt í sambandi við rann- sóknir og fræðileg störf í landbúnaði. Nýir menn fylgja oft meira skoðunum, en fenginni reynslu og sömu rannsókn- irnar eru framkvæmdar aftur og aftur, þótt eldri niður- stöður liggi fyrir. Stundum kann þetta að vera nauðsynlegt vegna breyttra aðstæðna eða til þess að styrkja hina eldri reynslu, en oft er þetta sóun á tíma og fé. Endrum og eins verðum við gripnir af umbótaáhuga, stofnum félagasamtök og aðhöfumst mikið og náum talsverðum árangri, t. d. í búfjárrækt, en svo gleymum við þeirri staðreynd, að unn- inn árangur verður aðeins varðveittur með framhaldandi starfi. Við tökum að slá slöku við, hlýða á raddir félagsskýt- anna, er telja allt þetta brauk þýðingarlausan kostnað og áreynslu, af því þeir geta, sér að kostnaðarlausu, notið starfa annarra, og áður en varir er hinn góði árangur runninn út í sandinn. Að sjálfsögðu eru takmörk fyrir því hve langt er hægt að ná á skömmum tíma í umbótastörfum, og því kann að miða hægt eftir að góðum árangri er náð, en því má ekki gleyma, að góður árangur í búfjárræktinni verður svo að- eins varðveittur að sífellt sé vakað yfir honum. Alþekkt er hið almenna andvaraleysi, bæði hér og er- lendis, gagnvart hættum af skriðuföllum og snjóflóðum. Stórslys af þessum orsökum valda að vísu ótta og nokkurri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.