Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Page 2
um plægingu í teigum og jarðvinnslu þannig, að slétturnar
verði ávalar, kýfðar spildur. — Síðar var farið að nefna slíkar
spildur beð og beðasléttur.
Síðan segir Guðmundur:
„Þegar búið er að undirbúa sléttuna með pví móti, sem
sagt hefir verið, þá skal fara að bera áburð yfir allt flagið,
áður en farið er að þekja, skal svo miklum áburði dreifa
jafnt lít yfir það, að hvergi sjái i mold, og er þvi betra sem
áburðar-lagið er þykkara. Til þess má hafa allskonar áburð,
svo sem: tað, gamlan hey-rudda, fúin bein, slor, þang og
þara, enda skelsand og múrlim (kalk), ef jörðin er torf-
kennd. Að bera þannig á sléttuna undir þökurnar er yfrið
gagnlegt, bceði grœr hún af því fljótara og verður lengi á
eftir miklu grasgefnari. Með þessu móti leggur maður frjó-
semi, i jörðina til margra ára. (Leturbreyting hér). — Við
þetta tækifæri þykir mér eiga við að minnast með fáum orð-
um á þá aðferð, sem nauðsynlegt er að hafa til þess eins og
að yngja upp slétturnar, þegar þeim fer að fara aftur að
spretta. Jörðin hættir að spretta ýmist af því, að hana vantar
efni til að leggja í grasvöxtinn, eða og stundum af því, að
grösin geta ekki notið efnanna, þótt þau séu til. Hvort-
tveggja þetta til samans, og þó eigi sé nema annað, nægir til
þess, að jörðin hættir að spretta. Sé t. d. jörðin of föst, þá
geta frjóöflin: loft, vatn og hiti ekki unnið á hana til að
leysa upp frjóefnin, eða koma þeim í það lag, sem grösin
þurfa, ekki heldur geta grasræturnar kvíslast út nm hana.
Það leiðir og ennfremur af því, ef jörðin er of föst, að áburð-
urinn getur ekki samþýðst henni og getur því ekki aukið
grasvöxtinn, sem ella mundi, væri jörðin laus. Af þessu sést
þá, hve áríðandi það er að losa jörðina við og við, enda er
þetta hvarvetna talið eitt af höfuð-atriðum jarðyrkjunnar.
Þegar þvi slétturnar hœtta að spretta, af áður töldum orsök-
um, þá verður að losa þœr með ]wi að plægja þœr.“ (Letur-
breyting hér).
Senn eru þessi fræði Guðmundar bónda á Fitjum 100 ára,
og meira þó, því ekki urðu þau til í höfði hans árið 1874, er
hann skráði þau. Mest er um verð sú forskrift Guðmundar
4