Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Side 3
við þaksléttuna, að bera þykkt lag af allskonar áburði undir
þökurnar. Það sagði hann vera „yfrið gagnlegt“ og svo hefir
það sannarlega reynzt í 100 ár, um það höfum við fulla
vissu, allir sem ekki neita staðreyndum. Raunar er þak-
sléttan löngu aflögð sem „jarðarbót“ hjá bændum, sú aðferð
varð of seinvirk og dýr þegar vinnuafl tók að gerast dýrt,
samanborið við það sem áður var, þegar lengstum var raun-
verulegt atvinnuleysi í sveitum landsins, velflestum, lang-
tímum saman. Þessarar ræktunaraðferðar virtist heldur ekki
lengur þörf, er ný tækni kom til sögunnar. — Síðast sá ég ný-
gerða þaksléttu 1949, á Kolfreyjustað við Fáskrúðsfjörð.
Samt er þaksléttan enn eigi lögð fyrir róða með öllu, sem
fljótt á litið gæti virzt með ólíkindum. Enn eru drjúgar
spildur sléttaðar og þaktar túnþökum ár hvert. Túnþökur
(grasþökur) eru orðnar verzlunarvara ekki ómerkileg. Bænd-
ur í námunda höfuðborgarinnar, og í námunda við aðra
malarbúa, selja svarðmoldina, svo sem sjá má merki allvíða.
Það mun enn vera fátítt að borgarbúar í Reykjavík geri
grasfleti við hús sín með þeim hætti að sá grasfræi. Enn er
það svo, er eigendur húsa og garðlóða vilja geia grasfleti sér
og öðrum til gleði og þrifnaðar, þá kaupa þeir þökur og
þekja blettina. Þetta er ekkert gamaldags fyrirbæri, sérstakt
hér á landi, þótt margir muni halda að svo sé, grasþökur eru
notaðar til að gera grasfleti í görðum víða um lönd. En auð-
vitað hafa menn hér flutt þessi vinnubrögð með sér úr strjál-
býlinu í þéttbýlið, eða tekið þau eftir búandi bændum, er
þannig unnu að jarðabótum. Og borgarbúum hefir orðið
þetta að góðu, og það sem meira er, Reykvíkingar og margir
aðrir kaupstaðabúar hafa í þessu sambandi gerzt snjallari og
búfróðari túnræktarmenn heldur en allur þorri bænda, eins
og nú fer fram, hjá þeim velflestum, þótt lýgilegt sé. Það
mun sjaldgæft að þeir sem í hlut eiga verði sér ekki úti um
búfjáráburð til að bera undir þökurnar. Það þykir sjálfsagt,
er rótgróinn vani byggður á erfðatrú og öruggri reynslu.
Því meiri mykja, eða annar lífrænn áburður, sem látinn er
undir þökurnar, því betri verður grasflötin. Svo miklir bú-
fræðingar eru Reykvíkingar allflestir, og þeim verður að trú