Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Qupperneq 6
störf sín að jarðræktartilraunum, sérstaklega túnraktartil-
raunum. Báðir hafa þessir menn verið heiðraðir svo sem
maklegt er, bæði af Búnaðarfélagi íslands og æðstu stjórnar-
völdum þjóðarinnar, en samtímis því verður þess hvergi
vart, að yfirstjórn ræktunarmála og forráðamenn, taki, í
stjórn þeirra mála og framkvæmd, nokkurt tillit til þess,
sem þeir Klemenz og Ólafur hafa hezt gert og sagt um tún-
rækt á landi hér. Hvernig í ósköpunum md slikt veraf Hver
er eiginlega steftian i rœktunarmálum, er sliku fer fram?
Svo að eigi valdi misskilningi, og af því að ég veit að
Klemenzar er oftast getið í sambandi við kornrækt hans á
Sámsstöðum, vil ég eigi draga dulur á, að ég tel túnræktar-
tilraunir hans fyllilega jafn merkar kornræktartilraununum,
enda má segja, að þar hafi löngum farið saman karl og kýll.
Hvernig fer svo þegar óræktarjörð er sléttuð og landinu
breytt í tún, án þess að þannig sé að unnið, að það „verð-
skuldi nafnið ræktun?“ Við höfum ærna reynslu af því.
Ný tækni og tilkoma tilbúins áburðar gerði slíka „tún-
rækt“ tiltölulega auðvelda. Og það skal ekki vanmeta, að
hún gerði bændum fært að stórauka heyskap sinn og fóður-
öflun hröðum skrefum. Þannig leystu óræktuðu túnin mik-
inn vanda — í bili. — En það voru gallar á gjöf Njarðar. Og
þeim göllum eru bændur nú farnir að kenna á, svo að um
munar. Veldur kólnandi tíðarfar vafalaust miklu þar um.
Við þær aðstæður koma gallar lélegrar ræktunar ljósar frarn
og vega þyngra, heldur en þegar allt leikur í lyndi um tíðar-
farið.
Með mjög mikilli notkun tilbúins áburðar hafa hin
harkaræktuðu tún, þar sem ekki hefir verið náð því marki
að um ræktaða jörð og frjómold sé að ræða, víða gefið all-
góða eftirtekju, en oftast er töðufallið þó minna en vera ættí
samanborið við áburðarmagn og tilkostnað. Hitt er þó
verra, að því lengur sem þannig er að túninu búið vill töðu-
fallið fara minnkandi, nema áburðargjöfin sé aukin ár frá
ári. Jafnframt því reynist taðan gjarnan lakari að gæðum.
í kjölfar þess fer svo aukin notkun fóðurbætis, sem ekki
verður umflúin, ef halda skal fullri framleiðslu. Hér er
8