Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Page 8
rétt á sér, svo lítið er hér um raunverulega og góða ræktun
jarðar. Er ótrúlega víða um beina afturför að ræða frá því
sem vel var, meðan ræktað var með þaksléttuaðferðinni, og
borið vel undir þökurnar.
Fróðlegt er í þessu sambandi að athuga hið gamla og góða
orð hefð, hina íslenzku notkun þess og þýðingu, nokkuð
afbrigðilega, annars vegar, og hins vegar þýðingu þess og
notkun, ennþá meira afbrigðilega, í norsku máli, þar er
orðið enn notað fullum fetum, skrifað „hevd“, en borið
fram að íslenzkum hætti. I mörgum mállýskum norskum
þýðir orðið hefð blátt áfram áburður, og er notað jöfnum
höndum um búfjáráburð og tilbúinn áburð — „kunsthevd."
Onnur merking, sem segir til sín um skyldleika í hugsun og
mati, er sú, að orðið er notað til að skilgreina hvernig ástatt
er um ræktað land, jafnvel heilar bújarðir, ástand þess og
gæði. Talað er um að land sé i góðri hefð eða lélegri hefð,
allt eftir því hvernig landið er, ræktunarástand þess og fram-
leiðslugetu. Nær það mest til jarðvegsins og hvers má af
honum vænta við ræktun mismunandi nytjajurta. En hefð
landsins fer auðvitað eftir tvennu: Annars vegar gæðum
landsins í öndverðu, frjósemi Jiess, legu o. fl. Hins vegar er
hefð landsins — jarðvegsins — mjög undir því komin hvernig
hefir verið að því búið á undanförnum árum, um jarð-
vinnslu, áburð og ræktunarnotkun alla. Það er auðveldlega
hægt að búa svo illa að landi sem er í góðri hefð, misnota
landið og pína jarðveginn svo, að því hraki á skömmum
tíma, að hefð og gæðum, og uppskeran verði eftir því. Sölu-
verð á jörðum í Noregi getur farið, að verulegu leyti, eftir
því hvort landið er talið vera í góðri hefð eður eigi. Það
kostar bæði erfiði og peninga að bæta jarðveg að nýju til
góðrar hefðar, sem er úr sér genginn sökum lélegra rækt-
unar- og búnaðarhátta. Ekki er betra í efni, ef land sem
hefir verið ræktað úr órækt, til túns eða akra, hefir verið
svo illa ræktað í upphafi að það hefir aldrei komizt í góða
hefð, það er: raunverulega góða rœkt. Þá dugir venjulega
ekkert minna til úrbóta en að endurrœkta landið, og bæta
jarðveginn með heppilegri vinnslu, áburði og meðferð.
10