Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Side 9
Margur bóndi íslenzkur mætti athuga þetta og horfa heim
á bú. Hér er álíka sjaldgæft að heyra hugtakið, að tún sé
i góðri rœkt, notað með réttum skilningi og að fyrirhitta ný-
lega ræktuð nýræktartún, sem sagt verður um með sanni að
þau séu i góðri rœkt eða í góðri hefð, sem er eitt og sama ef
rétt er metið og mælt.
Þegar rætt er um, hér á landi, að rœkta lancl og um ný-
ræktun og nýrækt, er alla jafna átt við það, að ræsa landið,
ef þess þarf með, brjóta það og slétta, á hraðvirkan og ódýr-
an hátt, og loks að sá grasfræi og bera á. Svo fæst töðufall,
að minnsta kosti fyrstu árin, nokkuð í samræmi við hvað
mikið er borið á, af tilbúnum áburði. Þetta getur sjaldan
heitið rœktun, að réttu mati, átt skilið að nefnast svo. Hin
nýju tún eru venjulega algerlega óræktuð jörð, eftir sem
áður, óræktarjarðvegi hefir ekki verið breytt í frjómold.
í þessu sambandi er rétt að benda á, að það er fræðilega
hægt að fá góða uppskeru af einu og öðru með því að rækta
hlutaðeigandi gróður í gerilsneyddum og algerlega frjóefna-
snauðum sandi, með því að bera á eða í sandinn með vís-
indalegri nákvæmni, nægilegt magn allra þeirra efna sem
gróðurinn þarfnast sér til viðurværis og góðs þroska, einnig
snefilefni, sem við oft vitum lítil deili á. Þetta er hægt að
gera, „en dýr mundi Hafliði allur“, víðáttumikil fram-
leiðslu-ræktun með þessum hætti. Hér er ekki um neina
frjómold að ræða, jurtirnar, sem ræktaðar eru, sækja alls ekk-
ert í sjálfan jarðveginn, — hinn dauða sand. Nær því hinn
sami leikur er nú háður á landi hér mjög víða, með þeim
ræktunaraðferðum, sem skipulagðar eru bændum til handa
og löggiltar í landinu. Um mjög mikið af nýræktartúnum
bænda er líkt ástatt eins og um sandinn dauðhreinsaða, jurt-
irnar — túngrösin — sem sáð hefir verið til, er túnin voru
unnin úr órækt, ræktuð, sem við köllum svo, sækja nær
ekkert í jarðveg hins nýja túns, eins og hann er, nema ef til
vill eitthvað af snefilefnum hin fyrstu ár. Öll aðalefnin, sem
túngrösin þarfnast sér til þroska, verða þau að fá á borð bor-
in í tilbúna áburðinum, sem á nýræktirnar er borinn ár
hvert. Þetta er bein og eðlileg afleiðing þess að jarðvegur-
11