Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Síða 18
Taðan af þessum plægðu stykkjum virtist vera mun kjarn-
meiri og þurfa meiri þurrk heldur en taða af óhreyfðu túni.
Það lítur því út fyrir, að hún hafi meira fóðurgildi.
Ræktunarfélag Norðurlands hefir gert tilraunir með að
bera búfjáráburð undir grasrótina í samanburði við að bera
hann ofan á jarðveginn eins og venja er til. Það hefir komizt
að þeirri niðurstöðu, að áburðurinn hafi allt að því þrefald-
ar verkanir, þegar hann er borinn undir grasrótina á móts
við þær verkanir, sem hann hefir, þegar hann er látinn liggja
ofan á túnunum eins og venja er til. Niðurstaða þessarar til-
raunar er í samræmi við reynslu þeirra manna, sem gert hafa
þaksléttur og borið vel af búfjáráburði undir þökurnar.“
Þessar tilraunir allar sanna reynsluna að bera vel undir
þökurnar, enda er skeggið skylt hökunni, þótt ekki sé þessi
aðferð, sem reynd hefir verið, beinlínis þakslétta, það er
ekki verið að slétta tún, það er verið að endurrækta það og
bæta, og það er gripið til þess þaulreynda ráðs, að koma
dburðinum vandlega niður í moldina. Hvort tveggja eru
þetta merkilegir hlutir, að bera undir þökurnar og að bera
undir gróna þlógstrengi, sem við má styðjast, þegar farið
verður að móta hér skynsamlega og ákveðna ræktunarstefnu
og framkvæmdir — raunvertdega rœklun — án afsláttar — í
staðin fyrir þá „óðagots- og hroðvirknisstefnu“ — „sem mjög
hefir verið ráðandi í ræktunarmálum okkar“ nú um alllangt
skeið, svo að ég noti vel kunn hugtök og orð um þessa hluti,
þau eiga vel við.
Arangurinn af þessum umræddu tilraunum, til eftir-
breytni og framkvæmda, varð hins vegar enginn þegar þær
voru gerðar, svo sem kunnugt er, og hefir enn eigi orðið.
20