Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Blaðsíða 24
ræða: Nauðsyn heppilegrar notkunar búfjáráburðar við ný-
rœktun og endurrœktun túna. Nauðsyn góðrar forrœktunar
við nýrœktun, og í priðja lagi nauðsyn pess að pleegja bú-
fjáráburðinn niður i jörðina, bæði við lokastig forrœktunar
til túns, og við endurrœktun túna, en allt bindur þetta hvað
annað í miklum mæli.
Því miður verður ekki annað sagt, en að jarðræktarráðu-
nautar, sem mest á veltur og einnig bændaskólarnir séu dá-
lítið neikvæðir á þessu sviði og tómlátir um að leiðbeina
bændum og kenna, að notfæra sér tilraunareynslu þá sem
hér um ræðir. Þeir virðast jafnvel vera í nokkurri andstöðu
við tilraunareynsluna á þessu sviði.
I fyrsta lagi bólar töluvert á þeirri kenningu og fræðslu,
að búfjáráburðurinn sé vandræðavara, sem ekki borgi sig að
hagnýta, það sé svo erfitt og vinnufrekt. Það geti því verið
réttmætt að losa sig við hann, ef hægt er fyrirhafnarlítið, í
bæjarlækinn eða á annan hátt, og kaupa heldur meira af til-
búnum áburði í staðinn.
I samræmi við þetta er búfjáráburðar oft að engu getið
við fræðslu um nýræktun og túnrækt yfirleitt, svo sem hann
hafi enga sérstaka þýðingu í því sambandi.
I öðru lagi afneita ráðunautar, að því er virðist af fullri
sannfæringu og heilum huga, allri forræktun lands við ný-
ræktun. Ég drap á þetta í 4. kafla þessara þátta. Tillögur um
bætta forræktun við nýræktun eru sagðar „hafa alls ekkert
við að styðjast, hvorki í hérlendum tilraunum eða reynslu“.
Slíkar tillögur eru sagðar: „byggðar á miskildum hliðstæð-
um frá erlendum ræktunarvenjum og eru úrelt fræði.“
Þannig er allri forræktun við nýræktun túna afneitað með
öllu, og um leið því að plægja búfjáráburð niður í nýrækt-
irnar, en það verður að sjálfsögðu ekki gert, nema eins árs
forræktun að minnsta kosti komi til áður en grasfræi er sáð
til túngresis.
í þriðja lagi er ekkert gert til að innleiða þau vinnubrögð,
að bæta ræktun túna, með því að plægja búfjáráburð niður
í jörðina, svo sem tilraunir sanna, að er hin mesta túnabót.
Trúna á það virðist skorta. Er það í fullu samræmi við þá
26