Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Blaðsíða 26
um, svo ekki sé meira sagt, er andróðurinn gegn Skerpi-
plógunum, er fyrst voru fluttir til landsins 1953. Skynsam-
leg notkun plógsins hefði örugglega getað orðið mikið hjálp-
arúrræði til að stórbæta nýræktun mikils hluta þess mýr-
lendis sem ræktað hefir verið undanfarin ár. En svo fór, að í
stað þess að leiðbeina bændum verklega við notkun Skerpi-
plógsins, lögðust fleiri aðilar á eitt með að ráða bændum frá
því, bæði beint og óbeint, að nota sér þetta úrræði. Auk leið-
beinenda í jarðrækt hafa verið þar að verki bæði tilrauna-
stjórar, bændakennarar og vísindamenn við Rannsókna-
stofnun landbúnaðarins. I þetta sinn voru þessir aðilar allir
allvel sammála og samtaka. Þannig tókst því miður að eyða
áhuga bænda á þessum vinnubrögðum, svo að nú nota að-
eins sárafáir bændur Skerpiplóginn sér til gagns.* Ein til-
raun með Skerpiplóginn var gerð, á Hvanneyri, en því mið-
ur var það fánýt ræktun. Hún studdi því fremur vantrú á
plóginn heldur en hið sanna ágæti nýrra ræktunarhátta —
með Skerpiplóg.
Ekki ætla ég mér þá dul að greina hvernig það má vera,
að lítið sem ekkert er gert til þess að koma á framfæri um-
bótum í ræktunarháttum, þótt tilraunareynsla sé fyrir hendi
* Úrræðm og ráðið, skynsamlcg, rétt notkun Skerpiplógsins, 1953 og næstu
ár, var engin alger nýjung, auðeins vel aukin tækni. í Búvélar og rœktun —
1950 — segir svo:
Mýrarnar á að plœgja risaplægingu með stórum nýtízku brotplógum, og
það á ekki að láta sér til hugar koma að gegnvinna strengina með herfum.
Það á að plægja svo breitt og djúpt, að risti niður úr seigustu torfunni. Slíka
jörð þarf að tvívinna á tveimur árum, og fyrra árið, þegar landið er brotið,
á að herfa án þess að róta strengjum, eins og áður var sagt um túnvinnsluna.
Sl/k frumvinnsla er leikur einn á móti því að gegnherfa ólseiga smástrengi.
Á öðru ári er mýrin plægð til venjulegrar dýptar, áburðurinn plægður niður
um leið og landið fullunnið til sáningar, án þess að neitt verulegt komi upp
af hinni seigu grasrót.
Góðir brotplógar plægja 50 cm breitt og 25 cm djúpt og þeir stærstu meira
en það.-----
Þessum ráðum og ummælum var aldrei andmælt, en framkvæmdirnar urðu
því miður mjög takmarkaðar. Harkarœhtunin réði þeim, mikil ræktun, verr
gerð en vera þurfti. —
28