Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Page 27

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Page 27
og á að byggja. En leyfilegt er, að benda á eina veiln stóra, í fræðslu og leiðbeiningakerfinu, og raunar rannsóknar- kerfinu líka, á sviði jarðræktarinnar. Það er hinn áberandi skortur á verklegri ræktunarkunnáttu, jafnvel sérstaklega hjá þeim annars vel skólalærðu mönnum, sem fást við að kenna bændaefnum og leiðbeina bændum og fræða þá. Verð- ur þetta hvað bagalegast og blátt áfram hættulegt, þegar að öðru leyti kemur til hin mesta vísindaþekking og vísindatök á málunum. Flestir eru þessir aðilar hálfgert handlama, hversu vel sem þeir eru lærðir fræðilega og vísindalega, ef þá skortir að mestu eða öllu verklega þekkingu og starfskunnáttu á því sviði sem fræðastarfsemi þeirra beinist að. Þannig er t. d. hætt við að jurtakynbótamenn, hversu lærðir sem þeir eru, svo dæmi séu nefnd, eigi erfitt með að ná fullum árangri, ef þeir hafa aldrei lært undirstöðuatriði jarðræktar, hvernig vinna skal jörð og rækta svo vel fari, jarðveginn, sem jurt- irnar eiga að vaxa í, og þannig mætti lengi telja. Plægingakunnátta er lítil á landi hér, og nýtízku traktor- plógar ætlaðir til að plægja akra og tún sjaldgæf verkfæri. A árunum 1965—1969 voru fluttir inn 2452 hjólatraktorar en ekki nema 65 traktorplógar. Af plógunum hefir senni- lega eigi minna en helmingurinn verið brotplógar. Sést þá hve tví- og þrískera túnplógar eru fátíðir. Það var ekki fyrr en á árinu 1970, að annar bændaskólinn eignaðist slíkan traktorplóg, hinn skólinn er enn plóglaus. Þess hefir sem sé ekki þótti þörf að eiga plóg á búi, á bændaskólunum, þrátt fyrir ríkidegan vélakost. Kristján Karlsson skólastjóri keypti nýbrotsplóg og notaði á Hólum. Þegar Kristján hafði látið af störfum á Hólum, var plógurinn seldur. — Þótti víst óþarf- ur með öllu! — Skoðunin: „við höfum ekkert með plóg að gera“, hefir verið furðu lífseig, jafnvel á ótrúlegustu stöðum. Þetta segir meira um hversu mörgu er áfátt í ís- lenzkri jarðrækt, þ. e. túnrækt, heldur en langar skýrslur. Þeir fáu bændur sem ráðast í að kaupa sér nýtízku traktor- plóga hafa orðið að treysta algerlega á eigin getu við að kom- ast upp á að nota plógana, það er ekki í annað hús að venda. 29
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.