Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Síða 29
læra og hvað þeir þurfa að læra. Úr því fyrra getur ræzt,
úr hinu síðara er oft örðugt að bæta.
Þótt margt fari enn úrskeiðis í þessum málum, hygg ég að
senn sé von nokkurra úrbóta. Árið 1970 keyptu bændur og
aðrir aðilar alls 53 traktorplóga, 31 brotplóg og 22 tvískera
túnplóga. Þeir sem kaupa plógana leggja yfirleitt ótrauðir
út í að plægja án tilsagnar. Þeir sem leggja sig mest fram ná
sæmilegum árangri og eiga miklar þakkir skilið. Mikið má
ef vel vill. Það er ekki ófróðlegt fyrir sunnlenzka bændur að
minnast þess að einn af stjórnarnefndarmönnum Búnaðar-
sambands Suðurlands er dugandi plógmaður, hefir gerzt það
algerlega af eigin rammleik, án tilsagnar. Hitt er svo annað
mál að þetta má ekki lengur svo til ganga á Suðurlandi né
annars staðar, að þeir sem kaupa plóga eigi þess engan kost
að fá tilsögn um notkun þeirra. Menn verða að læra að
plægja af viti og kunnáttu. Þegar sú kunnátta fæst, þótt það
sé ekki nema hægt og bítandi, og hún verður að fást, verður
hætt að mæla á móti forræktun og áburðarplægingu, bæði
við forræktun og við endurræktun eldri túna, hætt að kalla
slíkt „úrelt fræði“.
Hér eru stórir hlutir framundan í túnræktinni, ef rétt
verður að unnið.
VIII.
„BRATTAN UPP Á BAULUTIND“
Áður fyrr þótti ekki lítils um vert að afla mikils búfjár-
áburðar, og annars er mátti að áburði verða, og styðja þann-
ig túnræktina. Þegar Páll Ólafsson skáld kvað Héluljóð, erfi-
Ijóð um mjólkurkúna Hélu, taldi hann henni margt til
kosta, og meðal annars, að það var „furða hvað hún taddi
tún með töðuhneppi í málið.“ Sá var einn af kostum Hélu,
og ekki lítill.
Mikið var ritað og rætt um að drýgja áburðinn. Áburðar-
skorturinn var mein í búskapnum. Fénaður var hafður í
31