Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Side 30
nátthögum og þeir ræktaðir á þann hátt. Færikvíar voru í
senn notaðar til þrifnaðarauka og til að rækta túnið. Þá var
atriði að hirða vel fjóshauginn í haugstæði, eða að bera hann
vel upp, sem kallað var. Vel hefir hann borið upp hauginn
Aron sá er um var kveðið: hann er að byggja Babelsturn
og býr hann til úr skíti“. Og í Öxarhamarsbrag var kveðið:
„Mykjuna alla mun hann bera láta
brattan upp á Baulutind,
þar bælir niður engin kind“.
I upphafi þessara erinda vék ég að því hvernig Guðmund-
ur búfræðingur á Fitjurn ræddi, 1874, um „allskonar áburð“
til að bera undir þökurnar, auk búfjáráburðarins. Þannig
var viðhorfið alla tíð og það fram á tíma hins tilbúna
áburðar.
I smáritinu: Meira gras, 1937, segir:
„Hér er ekki að ræða um annað hvort, búfjdráburð eða
tilbúinn, heldur hvoru tveggja: bæði vel hirtan búfjdráburð
og tilbúinn áburð.“
I sama riti standa einnig þessi orð, sem vel hefðu átt heima
í því, sem sagt var í fyrri erindum mínum:
„Senn förum við að nálgast það mark, að mest öll mykjan
(þar með talið hrossatað og sauðatað), verður notað i túnin,
en ekki á túnin, í nýrækt, sáðskiptiakra og við að endurnýja
gömul tún á annan hátt.“
Þótt ekki hafi sú spásögn ræzt, hefði þá þótt heimskulegt
að spá því, að á árunum 1960—1970 yrði svo komið, að bú-
fjáráburðurinn væri orðinn mörgum bóndanum til svo mik-
illar óhægðar og erfiðis, að hann fagnaði þeirri kenningu
búlærðra manna, að það borgaði sig ekki að liirða áburðinn
til ræktunarnota. Og þó eru hér meiri sannindi á ferðinni,
en okkur er ljúft að játa, svona við fyrstu athugun. Það er
sérstaklega mykjan úr fjósinu sem veldur erfiðleikum í bú-
skapnum. Bændur taka mismunandi á þessu og margt kem-
ur til.
Fyrst er að minnast á mykjuhúsin, þótt raunar séu þau
32