Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Side 31

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Side 31
utan við aðalumræðuefni mitt að þessu sinni. Nú er allvíða farið að byggja mykjuhús á þann hátt að allt lendir í vand- ræðum. Byggingarlærðir menn, sem auðvitað ætla vel að gera, láta bændur steypa mykjukjallara undir fjósum sínum, dyralaus hús með ferálnar ljóragati hátt á vegg. Svo veit bóndinn ekki sitt rjúkandi ráð, hvernig hann á að ná mykj- unni út úr haughúsinu og tæma það. Hann hefir fregnir af mykjudælum og mykjusniglum, en veit óljóst hvernig um þarf að vera búið og að staðið, við að nota þau tæki. Oft er ekkert fyrirhugað frá hendi byggingafræðingsins um þessa hluti. Það gleymist blátt áfrarn, að þegar teiknað er og skipu- lagt, á hvaða tækni er völ, og hvaða tækni hentar að nota, við þessar og hinar aðstæður, við að koma mykjunni úr haughúsi á völl. Við heimsækjum bónda sem er nýbúinn að byggja hjarð- fjós að nýjum háttum, með heilsteyptum kjallara og litlum glugga hátt á þeim vegg sem nær að mestu úr jörðu, að því er virðist án áætlunar og fyrirsagnar um mykjuna, hvernig skuli að unnið við útkeyrslu hennar. Bóndinn keypti sér dælu, sem honum var sögð mundi henta til að dæla mvkju. Árangurinn varð algerlega neikvæður, enda var haughúsið alls ekki þannig teiknað né byggt að hægt væri að dæla úr Jrví. Þá keypti bóndinn mykjusnigil. Við þann búnað hefir hann baslazt síðan. Hann nær miklu af mykjunni út ár hvert, en getur aldrei tæmt haughúsið. Við hittum bónda sem býr sem einyrki og einbúi. Hann er svo vel settur, að hann kemur mykjunni í bæjarlækinn, án verulegrar fyrirhafnar. Honum segist svo frá: Dag hvern, haust og vor og vetrarlangt, á ég svo annríkt við gegningar og fénaðarhirðingu, að ég hefi alls engan tíma til að koma mykju á völl og fást við ávinnslu. Á sumrin er það að sjálf- sögðu heyskapurinn. Ég kaupi því tilbúinn áburð á túnið og læt mykjuna í lækinn. — Um þetta búskaparlag er ekkert að segja. Það bjargast á meðan það gengur, en erfitt er að hugsa sér slíkt sem varanlegan búskap, og á býlum bænda yfirleitt. Loks heimsækjum við bónda á myndarbýli í einni beztu 33 3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.