Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Side 32

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Side 32
búnaðarsveit á landinu, þar sem búskapur er talinn vera með ágætum. Þar er venjulegt haughús og víðar haughús- dyr, sem betur fer, því húsið er nær veggjafullt af mykju og býsna mikil mykjudrúlda sígur úr dyrum fram. Þannig bjargast það í bili. Bóndinn segir frómt frá: Eg hefi stórt tún nú orðið og góðan vélakost, aflmikinn traktor og góð tæki til að aka mykju á völl og dreifa henni. En það er bara sá ljóður á, að þessi góðu og þungu tæki og hlöss fara svo illa með túnið, eyðileggja það svo geigvæn- lega, að það er frágangssök að koma mykjunni á völlinn nema í einstakri þurrkatíð vor eða haust, og hin síðustu ár höfum við ekki oft átt völ á slíku veðri og færð um túnið. Reynandi gæti verið að aka mykjunni út á frosna jörð, í þurrafrostum að vetri til, en ekki mun tryggt með öllu að það skemmi ekki grassvörðinn, stuðli að kali eða drepi gróð- urinn á annan hátt, í hjólsporunum, og varla getur talizt æskilegt að nota áburðinn þannig. Hjá miklum fjölda bænda mun vera svipað ástatt i mörg- um árum nú orðið, sérstaklega í hinum votviðrasamari sveit- um. Nokkuð stór kúabú, mikil mykja, stór og flatlend tún og víða mýrlend, ef til vill ekki nægilega vel framræst. Tún- in þola ekki hina þungu umferð og liggja undir stórskemmd- um við að koma mykjunni á völlinn. Mykjan er orðin hálfgert og algert vandræðamál. Það þýðir ekki að loka augunum fyrir þessu. En það þýðir því síður að hlusta á ráð þeirra ósvinnu manna sem ráðleggja bændum að færa mykjuna í bæjarlækinn. Það er ekki hægt að stunda túnræktarbúskap í landinu með því atferli að eyði- leggja þannig eina af undirstöðum sannrar ræktunar í okkar kalda landi. Ekki má beldur gera ráð fyrir þeirri ómenningu að menga þannig læki og ár. Elér verður að finna ráð sem duga, til að nýta verðmæti og líf í landi og ávaxta þau til frambúðar. — Og ráðin eru til, betri og hagkvæmari heldur en að bera mykjuna í bæjarlækinn eða upp á Baulutind, en þau ráð tel ég álíka skynsamleg. Það er ekki nóg með það að ráðin séu til, þau eru til svo góð og einföld, að bændurnir stórgræða á þeim og um leið þjóðin öll. Bændurnir spara 34
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.