Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Qupperneq 32
búnaðarsveit á landinu, þar sem búskapur er talinn vera
með ágætum. Þar er venjulegt haughús og víðar haughús-
dyr, sem betur fer, því húsið er nær veggjafullt af mykju og
býsna mikil mykjudrúlda sígur úr dyrum fram. Þannig
bjargast það í bili. Bóndinn segir frómt frá:
Eg hefi stórt tún nú orðið og góðan vélakost, aflmikinn
traktor og góð tæki til að aka mykju á völl og dreifa henni.
En það er bara sá ljóður á, að þessi góðu og þungu tæki og
hlöss fara svo illa með túnið, eyðileggja það svo geigvæn-
lega, að það er frágangssök að koma mykjunni á völlinn
nema í einstakri þurrkatíð vor eða haust, og hin síðustu ár
höfum við ekki oft átt völ á slíku veðri og færð um túnið.
Reynandi gæti verið að aka mykjunni út á frosna jörð, í
þurrafrostum að vetri til, en ekki mun tryggt með öllu að
það skemmi ekki grassvörðinn, stuðli að kali eða drepi gróð-
urinn á annan hátt, í hjólsporunum, og varla getur talizt
æskilegt að nota áburðinn þannig.
Hjá miklum fjölda bænda mun vera svipað ástatt i mörg-
um árum nú orðið, sérstaklega í hinum votviðrasamari sveit-
um. Nokkuð stór kúabú, mikil mykja, stór og flatlend tún
og víða mýrlend, ef til vill ekki nægilega vel framræst. Tún-
in þola ekki hina þungu umferð og liggja undir stórskemmd-
um við að koma mykjunni á völlinn.
Mykjan er orðin hálfgert og algert vandræðamál. Það
þýðir ekki að loka augunum fyrir þessu. En það þýðir því
síður að hlusta á ráð þeirra ósvinnu manna sem ráðleggja
bændum að færa mykjuna í bæjarlækinn. Það er ekki hægt
að stunda túnræktarbúskap í landinu með því atferli að eyði-
leggja þannig eina af undirstöðum sannrar ræktunar í okkar
kalda landi. Ekki má beldur gera ráð fyrir þeirri ómenningu
að menga þannig læki og ár. Elér verður að finna ráð sem
duga, til að nýta verðmæti og líf í landi og ávaxta þau til
frambúðar. — Og ráðin eru til, betri og hagkvæmari heldur
en að bera mykjuna í bæjarlækinn eða upp á Baulutind, en
þau ráð tel ég álíka skynsamleg. Það er ekki nóg með það
að ráðin séu til, þau eru til svo góð og einföld, að bændurnir
stórgræða á þeim og um leið þjóðin öll. Bændurnir spara
34