Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Side 34
það ekki bregðast. Til viðbótar höfum við svo reynsluna á
tilraunabúi Ræktunarfélags Norðurlands á Akureyri á árun-
um 1913—1937 og á Hólum í Hjaltadal 1939.
Við þurfum svo sem enga útlenda reynslu við að styðjast
á þessu sviði, en það sakar ekki að líta til hennar, að aðrir
eiga samleið með okkur í umbótum á túnræktinni. Innlend
reynsla góð og gild er fyrir hendi. Við tökum til þar sem frá
var horfið við tilraunirnar á Hólum 1939, að plœgja mykj-
una niður og fella hana undir grasrótar-plógstrengi á tún-
inu. Nú ráðum við yfir tækni og kunnáttu sem gerir þetta
auðvelt og ódýrt. Við þurfum aðeins að hugsa okkur um og
álykta rétt, þá getur þetta allt komið í liendi.
Athugum málið. Á Akureyri og Hólum plægðu þeir túnið
til hóflegrar dýptar, snyrtilega og vel. Síðan báru þeir áburð-
inn í flagið yfir strengina, kappbáru á. Síðan hvoldu þeir
strengjunum við aftur í sitt fyrra far. Áburðurinn lenti und-
ir strengjunum. Þetta gaf ágæta raun. Aðferðin var arftaki
þaksléttunnar, þegar vel var borið undir þökurnar. Nú end-
urbætum við þessa aðferð enn á ný. Með nýrri plógtækni
gerum við hana auðveldari, fljótvirkari, og ódýrari en engu
síður fullkomna.
Við berum mykjuna á völlinn óhreyfðan, mikið magn, á
túnið sem við viljum bæta og endurrækta, samtímis því að
við losnum við mykjuna á fljótvirkan hátt. Það er sama
hvort hér er um kaltún að ræða, eða sem oftast aðeins tún
í miður góðri rækt, sem þarnast ræktunarbóta. Svo er plægt
vel og vandlega með nýtízku traktorplóg, án pess að hafa
ristil á plógnum. Áburðurinn lendir tindir strengjunum og
á milli þeirra, niður í moldinni allt frá plógdýpt og upp
undir ytirborð plægjunnar. Þannig er unnið síðla sumars
eða að hausti til. Næsta vor er plægjan herfuð grunnt og
gætilega, forðast að rífa upp grasrót og strengi. Það er sáð
grasfræi og ef til vill byggi sem skjólsæði, valtað og borið á,
ábætir af tilbúnum áburði. Þetta verður fyrsta flokks sáð-
slétta, mismunandi hrein, allt eftir ástandi og gróðurmagni
túnsins sem tekið var til endurræktunar á þennan hátt.
Urval gamla gróðursins lætur sem sé ekki á sér standa, en
36