Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Page 34

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Page 34
það ekki bregðast. Til viðbótar höfum við svo reynsluna á tilraunabúi Ræktunarfélags Norðurlands á Akureyri á árun- um 1913—1937 og á Hólum í Hjaltadal 1939. Við þurfum svo sem enga útlenda reynslu við að styðjast á þessu sviði, en það sakar ekki að líta til hennar, að aðrir eiga samleið með okkur í umbótum á túnræktinni. Innlend reynsla góð og gild er fyrir hendi. Við tökum til þar sem frá var horfið við tilraunirnar á Hólum 1939, að plœgja mykj- una niður og fella hana undir grasrótar-plógstrengi á tún- inu. Nú ráðum við yfir tækni og kunnáttu sem gerir þetta auðvelt og ódýrt. Við þurfum aðeins að hugsa okkur um og álykta rétt, þá getur þetta allt komið í liendi. Athugum málið. Á Akureyri og Hólum plægðu þeir túnið til hóflegrar dýptar, snyrtilega og vel. Síðan báru þeir áburð- inn í flagið yfir strengina, kappbáru á. Síðan hvoldu þeir strengjunum við aftur í sitt fyrra far. Áburðurinn lenti und- ir strengjunum. Þetta gaf ágæta raun. Aðferðin var arftaki þaksléttunnar, þegar vel var borið undir þökurnar. Nú end- urbætum við þessa aðferð enn á ný. Með nýrri plógtækni gerum við hana auðveldari, fljótvirkari, og ódýrari en engu síður fullkomna. Við berum mykjuna á völlinn óhreyfðan, mikið magn, á túnið sem við viljum bæta og endurrækta, samtímis því að við losnum við mykjuna á fljótvirkan hátt. Það er sama hvort hér er um kaltún að ræða, eða sem oftast aðeins tún í miður góðri rækt, sem þarnast ræktunarbóta. Svo er plægt vel og vandlega með nýtízku traktorplóg, án pess að hafa ristil á plógnum. Áburðurinn lendir tindir strengjunum og á milli þeirra, niður í moldinni allt frá plógdýpt og upp undir ytirborð plægjunnar. Þannig er unnið síðla sumars eða að hausti til. Næsta vor er plægjan herfuð grunnt og gætilega, forðast að rífa upp grasrót og strengi. Það er sáð grasfræi og ef til vill byggi sem skjólsæði, valtað og borið á, ábætir af tilbúnum áburði. Þetta verður fyrsta flokks sáð- slétta, mismunandi hrein, allt eftir ástandi og gróðurmagni túnsins sem tekið var til endurræktunar á þennan hátt. Urval gamla gróðursins lætur sem sé ekki á sér standa, en 36
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.