Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Side 41
misbrestur að segja má, að við jarðræktina sé yfirleitt látið
nægja, að gera það sem gera skal einhvern tima og einhvern
veginn. Margt ber til og við sumt verður ekki ráðið, svo sem
mislynd veður og tíðarfar, en mestu veldur þó of lítil verk-
leg jarðræktarkunnátta og lítið handföst leiðbeiningaþjón-
usta á því sviði. Hér er svo mikið í húfi að það gildir meira
fyrir bændur heldur en öll sú vísindastarfsemi sem fram fer
á sviði jarðræktar á landi hér, en bezt er auðvitað þegar
saman fer góð vísindastarfsemi og lífræn verkleg fræðsla,
þar sem lögð er hönd á plóginn.
XII.
FÁEIN LOKAORÐ
Þótt ég hafi í smáþáttum þessum rætt mest um plóginn og
búfjáráburðinn, og fulla ræktun varanlegra túna, má enginn
halda að ég loki augum gegn einhliða túnrækt á söndum eða
öðrum löndum, þar sem tilbúinn áburður verður mest að
ráða sprettunni. Vegalengd og landslega ræður því allvíða,
að búfjáráburðarins nýtur lítt við, hann verður varla á rækt-
unarlandið fluttur. Nefna má sem dæmi, hina miklu ræktun
í Gunnarsholti, á Skógasandi og Hvolsvelli, búfjáráburður
kemur þar lítt til greina, vegna vegalengda, viðskiptin við
landið verða að greiðast með fullkominni notkun tilbúins
áburðar. Þau geta komið sér vel, en gnæfa aldrei yfir getuna,
að rækta frjósöm tún í fullri sambúð við búfjárbú bænda,
nærri heimilum þeirra. Því má heldur eigi gleyma, í þessu
sambandi, að það er varla hægt að losna við búfjáráburðinn
frá peningshúsum bænda, og koma honum í gagn, á fljót-
virkari og hagkvæmari hátt, — heldur en með því að plægja
hann niður til að bæta og tryggja ræktunina. Nýtízku plóg-
tækni gerir það langtum auðveldara en áður var, ef hún er
boðuð bændunr og þeim leiðbeint rétt þar að lútandi.
Víðáttumikil ræktun sanda og harðvellis, svo fjarri heima-
43