Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1971, Síða 42
búum bænda, að búfjáráburðurinn kemur alls ekki, eða
mjög lítt, til bjargar, er nokkurt vandamál og rannsóknar-
efni, sem full ástæða er til að taka á, langtum meira en gert
hefir verið, t. d. með ræktun grænfóðurs sem frumræktun
til túnræktunarbóta. Grænfóðrið er ræktað og plægt niður
að haustinu, til frósemdarbóta. Því má ekki gleyma að frjó-
mold í túni, landið þannig unnið og þannig hirt, að hún
myndast og varðveitist, er búbótin mikla. Tilraunir í þá átt
geta haft mikla þýðingu, en ég ræði það ekki í þessari rit-
gerð.
Mér hefir nægt að ræða túnræktarmálið sem næst því sem
Guðmundur á Fitjum gerði fyrir nær 100 árum síðan. — Bú-
vísindamenn nútímans geta haft nógu að sinna á þessu sviði,
og á miklu veltur að þar verði betur gert heldur en plóg-
leysið bendir til.
í fræðum frá tilraunabúinu á Korpúlfsstöðum er búfjár-
áburðurinn yfirleitt ekki nefndur í sambandi við kalið og
vísindaúrræði til þess að ráða bót á því. Úrræðin eru talin
einföld: — „Séu kalskemmdir stórar og víða gróðurlausar er
ekkert annað ráð en að rífa þær upp, hvort heldur er með
smáherfi eða plógi og sá í þær harðgerðu grasfræi að nýju.“
— Hér er ekki verið að tala um að vanda vinnsluna, bara að
rífa upp!
Bóndi norður í Fnjóskadal skrifar mér í júlí 1971 i'it af
mínum endurteknu „úreltu fræðum“, um að plægja niður
búfjáráburð við endurræktun túna:
„Við erum nú búnir að fullreyna hér, að ekki tekst að
endurrækta og græða kaltúnin með ólífrænum áburði —
árangurinn af slíku hefir ekki orðið annar en sá, að upp-
skera meira af arfa og varpasveifgrasi.
Nú erum við byrjaðir að plœgja búfjáráburðinn niður i
endurvinnsluna, og árangurinn mun næstu árin leiða í ljós.“
Hér virðast bændur gerast nokkuð djarfir, að fara tölu-
vert að tillögum mínum. — í Frey (24. bls. 1971) er talið að
ræktunartillögur mínar séu „úrelt fræði“, byggð „á misskild-
um hliðstæðum frá erlendum ræktunarvenjum". — Svo ein-
föld er túnræktin! — talin vera.
44